Wikipedia:Grein mánaðarins/04, 2009
Útlit
Alþingiskosningarnar 2007 voru haldnar laugardaginn 12. maí 2007. Á kjörskrá voru 221.368 og kjörsókn var 83,6%. Stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hélt eins sætis þingmeirihluta en hafði áður þriggja sæta meirihluta eftir kosningarnar 2003. Framsóknarflokkur fékk lægsta fylgið í sögu flokksins en Samfylkingin tapaði einnig fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig þremur mönnum en Vinstri græn unnu stærsta sigurinn og bættu við sig fjórum mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk ríflega 7% fylgi og hélt fjórum þingmönnum. Tvö ný flokksframboð voru tilkynnt fyrir kosningarnar, Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja og Íslandshreyfingin.