Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2009
Útlit
Fiskar eru hryggdýr sem dvelja í vatni og anda með tálknum. Flestir fiskar eru með kalt blóð, en sumar tegundir háfiska og túnfiska eru með heitt blóð. Af fiskum finnast yfir 29.000 tegundir, svo þeir eru fjölbreyttasti hópur hryggdýra. Algengt er að skipta fiskum í vankjálka (Agnatha, t.d. steinsugur), brjóskfiska (Chondrichthyes - háfiskar og skötur) og beinfiska (Osteichthyes). Flokkunarfræðilega eru helstu hópar fiska af samhliða þróunarlínum og innbyrðis tengsl milli tegunda eru mjög umdeild.