Vankjálkar
Útlit
(Endurbeint frá Agnatha)
Vankjálkar Tímabil steingervinga: Snemm-kambríum - nútíma | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fiskisuga (Lampetra fluviatilis)
| ||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||
| ||||||||
Hópar | ||||||||
Vankjálkar (fræðiheiti: Agnatha) eru yfirflokkur fiska sem inniheldur um sextíu tegundir sem skiptast í tvo aðgreinda hópa, slímála og steinsugur. Það sem helst einkennir þessa fiska er að þeir eru ekki með kjálka, eru ekki með uggapör, eru ennþá með hryggstreng og sjö eða fleiri tálknop. Þeir eru auk þess með ljósnæman heilaköngul („þriðja augað“). Vankjálkar eru ekki með sérstakan maga, hafa kalt blóð og stoðgrind úr brjóski.