Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2012
Útlit
Voynich-handritið er dularfull myndskreytt bók af óþekktum uppruna, skrifuð, að talið er, einhvern tímann á milli 14. og 17. aldar af óþekktum höfundi, með óþekktu ritkerfi og á óþekktu tungumáli.
Á þeim tíma sem vitað hefur verið um handritið hefur það orðið viðfangsefni áhugamanna sem og fagmanna á sviði dulmálsfræði, bókmenntafræði, sagnfræði og annarra vísindagreina. Meðal annarra hafa frægir dulmálsfræðingar seinni heimstyrjaldarinnar reynt að ráða í það, en engum hefur tekist að finna merkingu nokkurs einasta orðs. Þessi langa hefð fyrir árangursleysi hefur rennt stoðum undir þá skoðun að handritið sé einfaldlega mjög stórt gabb; merkingarlaus runa af handahófsvöldum táknum.