Fara í innihald

Wikipedia:Grein mánaðarins/01, 2007

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stóra bomba er heiti á atburði sem átti sér stað árið 1930 og varðaði aðallega Jónas Jónsson frá Hriflu og Helga Tómasson, yfirlækni á Kleppi.

Jónas var dómsmálaráðherra á þessum tíma og hafði bakað sér töluverðar óvinsældir meðal lækna. Hápunkti þessara óvinsælda var án efa náð þegar Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, lýsti því yfir að hann teldi Jónas bera merki um geðveiki og ætti hann því að láta af embætti dómsmálaráðherra tafarlaust. Oft er þetta mál kallað geðveikismálið en Jónas nefndi þennan atburð stóru bombuna og hefur það nafn fest við það.

Fyrri mánuðir: ShōgiMatarprjónarHeimspeki