Wikipedia:Gæðagreinar/Hafskipsmálið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helstu tölur úr bókhaldi Hafskips árin 1974-85.
Helstu tölur úr bókhaldi Hafskips árin 1974-85.

Hafskipsmálið var umfangsmikið gjaldþrotamál Hafskip hf., skipafélags sem veitti Eimskipafélaginu samkeppni, á miðjum níunda áratugnum. Útvegsbanki Íslands, viðskiptabanki fyrirtækisins, tapaði háum fjárhæðum og var lagður niður í kjölfarið. Mikil og neikvæð umfjöllun fjölmiðla um Hafskipsmálið var líkt við ofsóknum. Geir H. Haarde á að hafa sagt í viðtali að Hafskip hafi mögulega verið neytt í gjaldþrot.

Stjórnendur Hafskips og Útvegsbankans voru kærðir. Dómsmálið vatt mikið upp á sig og lauk í júní 1991, fimm árum eftir gjaldþrotið, með því að fjórir æðstu menn fyrirtækisins voru dæmdir sekir um brot á lögum. Margir vildu meina að stjórnmálamenn hefðu haft óeðlileg áhrif á framvindu mála. Albert Guðmundsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sagði af sér 24. mars 1987 vegna þáttar síns í málinu og ósættis innan Sjálfstæðisflokksins í kjölfarið.

Lesa áfram um Hafskipsmálið...