Wikipedia:Gæðagreinar/Aristóteles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Rómversk eftirlíking af upprunalegri brjóstmynd af Aristóteles.

Aristóteles (gríska: Αριστοτέλης Aristotelēs; 3847. mars 322 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur frá borginni Stagíru. Hann var nemandi Platons og kennari Alexanders mikla. Aristóteles er, ásamt Platoni, af mörgum talinn áhrifamesti hugsuður í vestrænni heimspeki. Hann var einnig mikilvirkur vísindamaður og fékkst við flestar greinar vísinda síns tíma. Hann skrifaði fjölmargar bækur m.a. um rökfræði (fræðigrein sem hann fann upp), verufræði, frumspeki, eðlisfræði, sálfræði, líffræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, dýrafræði, grasafræði, mælskufræði, skáldskaparfræði, siðfræði, stjórnmálafræði og sögu heimspekinnar fram að hans tíma. Bróðurhluti þess efnis sem Aristóteles skrifaði hefur týnst, enduruppgötvast og týnst á ný í gegnum aldirnar. Talið er að aðeins um fimmtungur af verkum hans hafi varðveist.

Lesa áfram um Aristóteles...