Wikipedia:Fæðingar- og dánardagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ákveðin regla gildir um það hvernig fæðingar- og dánardagur er ritaður í greinar. Þetta er ekki stjórnarstefna Wikimedia Foundation heldur hefð sem að hefur verið ákveðin og náð víðtækri sátt meðal notenda íslensku Wikipediu.

Í æviágripum ætti að geta fæðingar- og dánardags viðkomandi í upphafi greinarinnar, ef þeir eru þekktir, með eftirfarandi hætti:

  • Plútarkos (46127)
  • Charles Darwin (12. febrúar 180919. apríl 1882)
    • Athugið að (a) það er ekki komma á milli mánaðardags og árs, (b) það er stafabil milli ártals/dagsetningar og bandstriks, og (c) notað er bandstrik (–) en ekki mínus-merki (-) og ekki þankastrik/langstrik (—).
    • Einnig má rita:
    • Gætið þess að blanda ekki saman ólíkum leiðum, t.d.: (fæddur 12. febrúar 180919. apríl 1882)
    • Ef fæðingar- eða dánarstaður er þekktur má geta hans. Til dæmis „(12. febrúar 1809 í Shrewsbury í Shropshire á Englandi – 19. apríl 1882 í Downe í Kent á England)“. Einnig má færa fæðingar- og dánarstað yfir í meginmálið svona: „(12. febrúar 180919. apríl 1882) [...] Hann fæddist í Shrewsbury í Shropshire á Englandi [...] og lést í Downe í Kent á England.“

Ártöl fyrir og eftir okkar tímatal:

  • Ártöl fyrir okkar tímatal eru gefin til kynna með skammstöfuninni „f.Kr.“ (fyrir Krist):
    • Sókrates (469 f.Kr.399 f.Kr.)
    • Einnig mætti rita: (469399 f.Kr.)
    • Í staðinn fyrir skammstöfunina „f.Kr.“ má einnig nota skammstöfunina „f.o.t.“ (fyrir okkar tímatal) en gæta verður þess að nota sömu skammstöfunina alls staðar í greininni.
  • Ef fæðingarár er fyrir okkar tímatal en ekki dánarárið skal það gefið til kynna með skammstöfuninni „e.Kr.“ (eftir Krist):

Lifandi fólk:

Eitt ártal:

  • Þegar einungis dánarár er þekkt skal þess getið með eftirfarandi hætti:
  • Þegar dánarár er óþekkt (en viðkomandi er örugglega látinn)
    • Robert Menli Lyon (fæddur 1789, dánarár óþekkt)

Einungis valdatími þekktur:

Ónákvæm ártöl:

  • Á undan ártölum sem eru ekki nákvæm skal rita „um“:
  • Þegar bæði ártölin eru ónákvæm er „um“ ritað á undan hvoru ártali fyrir sig:
    • Dionysius Exiguus (um 470 – um 540)
  • Þegar vitað er að viðkomandi var uppi á tilteknu ári eða tímabili:
    • Osmund (fl. 760–772)
      • „[[floruit|fl.]]“ er notað til að tengja í greinina floruit, sem útskýrir hugtakið.