Fara í innihald

Wikipedia:Æviágrip lifandi fólks

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gæta verður sérstaklega að því þegar persónuupplýsingar eru settar inn á Wikipediu, einkum þegar upplýsingarnar eru um lifandi fólk. Slíkar upplýsingar verða að geta staðið fyrir dómi í Bandaríkjunum (Wikipedia er hýst í Flórída-fylki) og staðist máttarstólpana, einkum:

Greinin verður að vera rétt. Umdeilanlegt efni um lifandi fólk sem getur ekki heimilda eða er með lélegar heimildir á bakvið sig skal eyða út samstundis og án þess að bíða niðurstöðu umræðna.

Æviágrip lifandi fólks skal rita með varfærni og með virðingu fyrir einkahögum fólks. Wikipedia er alfræðirit, ekki sorprit. Wikipedia á ekki að vera vettvangur til að upplýsa um einkahagi fólks. Möguleikinn á því að meiða er fyrir hendi og það skal ávallt hafa í huga þegar greinar eru skrifaðar og ritrýndar.

Þessi regla gildir bæði fyrir æviágrip lifandi fólks sem og ritaðar upplýsingar um fólk á öðrum síðum Wikipediu. Það er á ábyrgð þess sem skrifar að efnið sé rétt, ef viðkomandi telur að efnið eigi rétt á síðunni þá hvílir sönnunarbyrðin á þeim sama.

Fólk telst lifandi nema góð ástæða sé til þess að ætla að svo sé ekki.

Wikipedia er þekktur og mikið sóttur vefur með alþjóðlega skírskotun, sem þýðir að efni birt um lifandi fólk getur haft áhrif á líf þess og fjölskyldna þeirra, sem og vina, samstarfsfélaga og annarra. Því á allt efni sem viðkemur því að vera skrifað samkvæmt ströngustu reglum um innihald.

Yfirlýsing um slíkar greinar var gefin út af Wikimedia Foundation þann 21. apríl 2009. Textann má lesa í heild sinni á foundation:Resolution:Biographies of living people.

Ritun og yfirlestur[breyta frumkóða]

Ritstíll[breyta frumkóða]

Æviágrip lifandi fólks skal skrifa á ábyrgan hátt, af varfærni og í hlutlausum alfræðilegum tón. Illa skrifuð æviágrip lifandi fólks á að gera að stubbum eða eyða.

Greinin á að tilgreina, á hlutlausan máta, efni sem ábyrgar heimildir (til dæmis virtir fjölmiðlar) hafa birt um viðkomandi sem og hugsanlega efni sem viðkomandi einstaklingur hefur birt um sjálfan sig. Ritstíll skal vera hlutlaus og byggja á staðreyndum og forðast bæði að gera lítið úr eða mikla viðkomandi. Æviágrip þekktra einstaklinga skulu ekki innihalda óskylda fróðleiksmola.

Ytri tenglar[breyta frumkóða]

Ytri tenglar í æviágripum lifandi fólks skulu vera á áreiðanlega vefi sem eru hafnir yfir vafa.

Last og lof[breyta frumkóða]

Last og lof um viðkomandi einstakling skal birta ef það tengist markverðugleika viðkomandi og fyrir því liggja áreiðanlegar heimildir. Jafnframt skal tryggja það að efnið sé ritað á máta sem brýtur ekki hlutleysi þannig að efnið kaffæri ekki greinina og láti ekki líta svo út að greinin taki afstöðu til verka viðkomandi. Einkum skal varast að gefa óþarflega mikið pláss fyrir mismunandi sjónarhorn, sérstaklega ef um er að ræða minnihlutaskoðun sem er látin líta út fyrir að vera meirihlutaskoðun. Uppbygging greinar skal taka mark af því að vera hlutlaus, fyrirsagnir skulu vera um markverðugleika viðkomandi.

Efni skal tengja við ábyrgar heimildir og vera um viðkomandi einstakling. Varist að tilgreina sekt vegna tengsla. Athuga skal sérstaklega hvort hlutdrægt eða meiðandi efni hefur verið ritað um lifandi fólk. Ef svo virðist sem að hlutdrægt efni sé sett í grein skal krefjast heimilda og gæta þess að efnið tengist markverðugleika viðkomandi.

Flokkar[breyta frumkóða]

Greinar skal setja í flokka sem auðséð er á greininni að réttmætt sé að tengja viðkomandi við. Hver grein skal innihalda staðreyndir sem njóta virtra heimilda til að mega flokkast í flokk sem tengist þeirri staðreynd.

Ekki skal flokka fólk eftir trú eða kynhneigð nema þá eingöngu að bæði:

 1. Viðkomandi hefur sjálf/sjálfur lýst yfir trúar- eða kynhneigð sinni
 2. Trú eða kynhneigð viðkomandi er tengd markverðugleika eða opinberu hlutverki og er studd af góðum heimildum.

Varúðar skal gæta varðandi flokka sem geta gefið í skyn slæmt orðspor.

Til dæmis ætti Flokkur:Glæpamenn eða undirflokkar þar undir vera vegna markverðugleika viðkomandi, þ.e. viðkomandi er þekktur fyrir að hafa framið glæpinn, var dæmdur fyrir hann og ekki sýknaður eftir áfrýjun og ábyrgar heimildir eru til vegna málsins.

Ábyrgar heimildir[breyta frumkóða]

Efni um lifandi fólk skal geta heimilda. Án áreiðanlegra heimilda gæti efnið innihaldið frumrannsóknir og óstaðfestanlegar fullyrðingar sem gætu leitt til málaferla vegna rógburðar.

Efni um lifandi fólk sem eingöngu er að finna í vafasömum heimildum skal ekki nota, hvorki sem heimild né sem ytri tengil.

Varast skal að endurtaka slúður. Athuga skal hvort að heimildin sé áreiðanleg, hvort að efnið sé kynnt sem sannleikur og, jafnvel þó að satt sé, hvort efnið hæfi alfræðigrein um viðkomandi.

Varist sérstaklega hringdans þar sem óstaðfest efni er sett á Wikipediu, sem svo er birt af fréttamiðlum sem eru því næst skrifaðir inn sem heimildir fyrir staðhæfingunni.

Fjarlægið umdeilanlegt efni sem hefur lélegar eða engar heimildir[breyta frumkóða]

Fjarlægja skal allt umdeilanlegt efni sem ekki samræmist þeim kröfum sem gerðar eru til heimilda eða þar sem reglur máttarstólpanna eru brotnar.

Ef greinin öll er umdeilanleg og ekki er til eldri útgáfa sem er hlutlausari þá skal eyða greininni án umræðu.

Sjálfsheimildir[breyta frumkóða]

Aldrei skal nota rit, vefi, spjallþræði, blogg eða álíka efni sem heimild um lifandi einstakling nema það sé gefið út af þeim sem æviágripið er um.

Viðkomandi sem heimild[breyta frumkóða]

Efni sem viðkomandi hefur gefið út sjálfur má nota í æviágripinu þá eingöngu að:

 1. það sé ekki sjálfshól
 2. það innihaldi ekki ummæli um þriðja aðila
 3. það felur ekki í sér yfirlýsingar um atburði sem tengjast viðkomandi ekki beint
 4. það sé yfir vafa hafið að viðkomandi ritaði þetta sjálfur
 5. greinin sé ekki byggð aðallega á slíkum heimildum.

Þessar takmarkanir gilda ekki fyrir sjálfsævisögur sem hafa verið gefnar út af ábyrgum forlögum, slíkt efni telst áreiðanleg heimild.

Breytingar viðkomandi á eigin æviágripi[breyta frumkóða]

Í sumum tilfellum getur sá sem æviágripið er um sjálfur ákveðið að breyta henni, annaðhvort sjálfur eða í gegnum fulltrúa sinn. Þó að Wikipedia letji fólk til þess að skrifa um sjálft sig þá á að sýna því skilning ef viðkomandi er að taka út efni sem byggist á lélegum eða engum heimildum.

Ef ónafngreindur notandi tæmir hluta síðunnar eða síðuna alla, þá skal hafa í huga að þetta gæti verið tilraun til þess að fjarlægja efni sem getur valdið vandræðum; í þeim tilfellum skal ekki líta svo á sem þetta hafi verið skemmdarverk heldur biðja viðkomandi um að gera grein fyrir áhyggjum sínum af æviágripinu.

Persónuvernd[breyta frumkóða]

Wikipedia-greinar um lifandi fólk geta haft áhrif á líf þeirra. Þeir sem rita æviágrip skulu hafa það í huga að gjörðir þeirra geta talist siðlaus eða ólögleg ef illa er með farið. Æviágrip skal ávallt rita með vernd einkalífs viðkomandi í huga.

Ef ritað er um manneskju sem er markverð vegna eins eða tveggja atburða skal varast að tiltaka sérhvert smáatriði um viðkomandi; í besta falli verður greinin þá ekki sæmandi alfræðiriti, í versta falli er greinin alvarlegt brot á reglum Wikipediu um hlutleysi. Ef vafi leikur á skal færa æviágrip til útgáfu sem getur traustra heimilda, er hlutlaus og um viðkomandi.

Þekktar opinberar persónur[breyta frumkóða]

Þar sem um er að ræða þekktar opinberar persónur þá er oft að finna efni í öðrum alfræðiritum eða álíka ritum (stéttarfélagstöl og annað) og greinin ætti að endurspegla það sem þar kemur fram. Ef ásökun eða atvik er markvert og skiptir máli sem og stutt af ábyrgum heimildum þá á það heima í greininni, jafnvel þó það sé neikvætt og viðkomandi vilji ekki að það sé birt.

Skilnaðir og aðrir einkahagir eiga ekki heima í greinum nema það standist ofantalda skilgreiningu og skipti máli.

Ekki skal birta efni úr opinberum skjölum nema það hafi verið notað af fjölmiðli áður en hafi það verið gert má leita til frumheimilda til að styðja við efnið.

Lítt þekkt fólk[breyta frumkóða]

Wikipedia inniheldur greinar um fólk sem telst markvert en er lítt þekkt. Í þeim tilvikum skal hemja sig og birta aðeins efni sem tengist markverðugleika þess og hunsa efni sem tengist honum ekki.

Efni sem kastar rýrð á orðspor viðkomandi skal nota með aðgát, í mörgum löndum er nóg að endurtaka slíkt til þess að brjóta lög, þó svo að heimilda sé getið. Þeir sem ekki eru opinberar persónur njóta yfirleitt meiri verndar í lögum. Slíkt efni skal aðeins nota ef það tengist markverðugleika viðkomandi og æviágripið tilgreinir að um sé að ræða ásakanir án þess að taka afstöðu til þeirra.

Greinar um fólk sem er þekkt fyrir eitt atvik[breyta frumkóða]

Wikipedia er ekki dagblað. Það að einhver hafi verið í fréttunum er ekki nóg til þess að viðkomandi standist markverðugleikaregluna og fái grein um sig. Þar sem minnst er á einhvern í grein í Wikipediu en viðkomandi telst að öðru leyti ekki markverður skal forðast það að skrifa grein um viðkomandi.

Ef traustar heimildir fjalla um viðkomandi eingöngu vegna eins ákveðins atviks og ef viðkomandi er ekki líklegur til að verða þekktur þá er líklega ekki verjandi að gera grein um viðkomandi. Slíkt æviágrip gæti að mestu orðið um atvikið og brotið þannig hlutleysisregluna, best væri að búa til tilvísun af nafni viðkomandi yfir á viðkomandi stað í grein um atvikið.

Ef atburðurinn er markverður og hlutverk viðkomandi í atburðinum er umtalsvert, þá er verjandi að gera grein um viðkomandi. Einstaklingar sem eru þekktir fyrir umtalaða atburði í fjölmiðlum passa í þennan flokk, til dæmis John Hinckley yngri.

Vernd persónuupplýsinga[breyta frumkóða]

Ef viðkomandi kvartar undan því að nákvæm fæðingardagsetning er gefin upp skal aðeins tilgreina fæðingarárið.

Jafnframt skal aldrei birta heimilisföng, netföng, símanúmer eða aðrar slíkar upplýsingar um lifandi fólk en þó má yfirleitt tengja í vef sem viðkomandi heldur úti.

Vernd nafna[breyta frumkóða]

Vandlega skal íhuga það hvort að nöfn tengdra aðila þurfi að koma fram í greininni. Nöfn maka, barna og annarra fjölskyldumeðlima skal yfirleitt ekki birta nema þá að viðkomandi sé einnig talinn markverður. Einkum skal varast að birta nöfn ólögráða einstaklinga.

Ef nöfn annarra aðila eru fjarlægð úr æviágripum skal koma fram á tengdri spjallsíðu hví það var fjarlægt.

Um sambandshagi[breyta frumkóða]

Í þeim tilfellum þar sem æviágrip fjallar um hjónaband, skilnað eða aðra sambandshagi þar sem nafn væntanlegs, núverandi eða fyrrum maka hefur verið birt í áreiðanlegum heimildum er leyfilegt að birta nafnið nema það hafi verið sett lögbann á birtingu þess.

Viðhald á æviágripum[breyta frumkóða]

Wikipedia er síuppfært alfræðirit með þúsundum æviágripa lifandi fólks, bæði þekktra og lítt þekktra einstaklinga. Frá bæði lagalegu og siðferðislegu sjónarhorni er mikilvægt að einbeittur vilji sé fyrir hendi að eyða út rógburði og öðru óæskilegu efni úr þessum greinum eins vel og það er hægt. Aftur á móti á má hlutleysi Wikipediu ekki setja í hættu með því að láta greinarnar mæra viðkomandi, né að birta greinar óþekkts fólks með athyglissýki né með því að fjarlægja efni sem telst réttmætt og stutt af heimildum þó að viðkomandi einstaklingur æski þess.

Verndun og eyðing[breyta frumkóða]

Nota má kerfistól svo sem verndun síðna eða eyðingu til að tryggja að æviágrip standist staðla Wikipediu. Hafa ber í huga að stjórnandi sem eyðir grein kann að hafa upplýsingar sem aðrir sem mótmæla hafa ekki. Ef grein er eytt vegna viðkvæmra mála skal útskýra eyðinguna í tölvupósti til annarra stjórnenda. Í þeim tilfellum þar sem mikil umræða er um viðkvæmt efni æviágrips má eyða umræðunni að henni lokinni þegar samstaða hefur náðst.

Eftir eyðingu æviágrips[breyta frumkóða]

Eftir eyðingu æviágrips skal athuga hvort færa megi efni í aðrar greinar en hafa ber í huga að þessar reglur gilda um allar síður Wikipediu, aldrei skal færa efni úr æviágripi yfir í aðra grein eingöngu til að forðast eyðingu efnis sem telst ekki við hæfi.

Til að rita æviágrip í stað þess sem eytt hefur verið skal hafa máttarstólpana í huga. Umdeildar eyðingar má bera upp undir þann sem eyddi greininni, skoða skal hvert tilvik fyrir sig.

Bönn[breyta frumkóða]

Banna má notendur sem ítrekað setja inn rógburð eða álíka efni í æviágrip lifandi fólks.

Aðrar síður[breyta frumkóða]

Spjallsíður[breyta frumkóða]

Spjallsíður æviágripa og annarra greina eru notaðar til að taka ákvörðun um efni greinar. Umdeilanlegt efni sem nýtur ekki stuðnings áreiðanlegra heimilda má eyða þaðan, sem og ef um er að ræða efni sem ekki er æskilegt, svo sem upplýsingar um einkahagi. Endurteknar fullyrðingar sem hafa áður verið eyddar má eyða með tilvísun í fyrri ákvarðanir. Æskilegt er að setja sniðið {{Æviágrip lifandi fólks}} efst á spjallsíðu æviágrips Íslendinga.

Notendasíður[breyta frumkóða]

Notendasíður lúta sömu reglum og spjallsíðurnar, þó með því fráviki að viðkomandi notandi má tilgreina ýmislegt um sjálfan sig án þess að geta heimilda. Allar notendasíður þurfa þó að standast reglur Wikipediu, og eiga ekki að vera auglýsingar svo dæmi sé tekið. Bannað er að þykjast vera einhver annar einstaklingur.

Verkefnissíður[breyta frumkóða]

Verkefnissíðurnar eru notaðar til upplýsingar og ákvarðanatöku sem varða verkefnið. Þessar síður eru sýnilegar öllum til að tryggja gegnsæið sem er hornsteinn WikiMedia. Ef um sérstaklega viðkæm persónuleg mál er að ræða skal athuga hvort ekki sé réttara að nota tölvupóst til annarra stjórnenda til að birta ekki upplýsingar sem ættu ekki að koma fram.

Myndir[breyta frumkóða]

Myndir falla undir þessar reglur. Efni sem er ekki við hæfi í texta er ekki heldur við hæfi sem mynd.

Upplýsingar um ólögráða[breyta frumkóða]

Börn eru lött til þess að birta persónuupplýsingar um sig, jafnvel á eigin notendasíðum.

Æviágrip látinna[breyta frumkóða]

Þó að þessar reglur gildi fyrir æviágrip lifandi fólks skulu æviágrip látinna fara eftir máttarstólpum og reglum Wikipediu. Það er við hæfi að fjarlægja umdeilanlegt efni sem snarast. Sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem bætir við eða endurvekur efni greinar. Þetta gildir fyrir áreiðanleika heimilda sem og reglna og leiðbeininga um efni.

Æviágrip um sjálfan sig[breyta frumkóða]

Ef þú hefur fyrirspurn eða athugasemd varðandi æviágrip þitt eða aðra grein um þig þá er best að líta á síðuna Wikipedia:Grein um mig. Mikilvægustu punktarnir sem þar koma fram eru:

 1. Wikipedia hefur staðla og reglur sem oftast munu leysa úr áhyggjum þínum, aðrir notendur geta aðstoðað þig ef þú ert ókunnugur þeim stöðlum og reglum. En þú þarft að vita að þeir séu til og hvað þeir segja.
 2. Wikipedia hefur jafnramt strangar reglur um hegðan (til dæmis kurteisi) og er að nær öllu leyti mannað af sjálfboðaliðum sem reyna að hjálpa; ókurteisi jafnvel þó réttmæt ástæða sé fyrir hendi getur skilað minni árangri og getur jafnvel leitt til banns. Það er mun heillavænlegra að leita aðstoðar en að sýna ókurteisi.
 3. Mjög augljósar villur er auðvelt að laga, jafnvel af þér. En umfram það þá eru grundvallaratriði sem þú þarft að vita ef þú vilt gera meira við æviágripið.
 4. Það eru nokkrir hlutir sem þú getur ætlast til og aðrir sem þú getur ekki ætlast til. Það er mikilvægt að skilja þetta.

Wikimedia Foundation[breyta frumkóða]

Hægt er að hafa samband við Wikimedia Foundation:

Wikimedia Foundation Inc.
P.O. Box 78350
San Francisco, CA 94107-8350
United States
Telephone: +1-415-839-6885
Fax: +1-415-882-0495
E-mail:

Tengt efni[breyta frumkóða]


Wikipedia samfélagið
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá