Fara í innihald

Wii Play

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Wiiplay)

Wii Play (はじめてのWii, Hajimete no Wii, má beinþýða sem þitt fyrsta Wii en er almennt þýtt sem þín fyrstu skref í Wii) er tölvuleikur fyrir leikjatölvuna Wii. Leikurinn er í hópi Wii Sports og Wii Music. Í þessum leik eru margir mini-leikir sem virka sem nokkurn vegin kennsluleikir til að kenna leikjaspilara hvernig á að nota Wii-fjarstýringuna, og notast þeir við Mii persónur sem leikmaðurinn hefur búið til. Þessi leikur var seldur með Wii fjarstýringu (án nunchucksins) í Japan, Ástralíu, Evrópu og Norður Ameríku.

Finndu mig eða Finndu Mii (Find Mii)

[breyta | breyta frumkóða]

Hópur af Mii köllum safnast saman á skjáinn (standandi, syndandi, labbandi og gera aðra hluti) og leikmanninum eru gefnar nokkrar vísbendingar til að leita að Mii-inum sem hann á að finna. Leikmaðurinn verður að velja réttu Mii kallana sem passa við lýsinguna. Markmiðin eru frá því að velja tvo eða þrjá alveg eins Mii kalla, til þess að velja fljótasta Mii kallinn, eða taka kalla burt (sem eru að gera hluti sem aðrir Mii eru ekki að gera).

Stilltu Mii upp eða Stilltu mér upp (Pose Mii)

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi leikur getur verið verulega erfiður. Leikmaðurinn verður að færa Mii-inn sinn á fallandi sápukúlur með því að nota Wii fjarstýringuna(Wii remote). Leikmaðurinn verður einnig að snúa Mii-inum sínum rétt með því að snúa Wii remote. Til viðbótar, þegar lengra er komið í leiknum, breytist stellingarnar í kúlunum, og leikmaðurinn verður að velja rétta stellingu (af 3 samtals) með því að renna í gegnum þær með A og B tökkunum. Þegar Mii-inn er í réttri stellingu í kúlunni, springur hún. Ef að kúla springur ekki og á endanum dettur hún á gólfið, lýkur leiknum. Ef þeir leikmenn spila saman, hver leikmaður hefur sinn lit af kúlum, en það má sprengja hvors annars kúlur fyrir aukastig.

Veiðileikur (Fishing)

[breyta | breyta frumkóða]

Leikmenn nota Wii remote sem veiðistöng, til að veiða sérstakann papírsfisk og síðan tosa hana upp til að ná þeim. Wii remote er notuð til að hreyfa til stöngina, upp og niður hreyfingar sökkva/láta upp veiðistöngina í og úr vatninu. Mismunandi stig eru bætt við og tekin frá með mismunandi fiskum. Efst á skjánum sýnir hvaða fiskur gefur bónus ef hann næst, og það breytist á 30 sekúnda fresti eða svo.

Stríðsleikur (Tanks)

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi leikur notar Wii remote D-pad(eða nunchuk viðbótina) til að hreyfa skriðdreka til á skjánum. Wii remote miðar á skotmark og B takkinn skýtur skelum. Skeljar geta endurkastast af veggjum einu sinni. Það eru einnig jarðsprengjur sem geta verið lagðar sem eyðileggja alla skriðdreka í ákveðni fjarlægð. Tilgangur leiksins er að eyðileggja skriðdreka óvinarins meðan að þú forðast að vera eyðilagður sjálfur

Kúa-kapphlaup (Cow riding)

[breyta | breyta frumkóða]

Leikmaðurinn er á kú með því að halda á Wii remote á hlið og halla henni til hliðana, og klessa á fuglahræður til þess að fá stig. Wii remote er einnig hallað fram til að auka hraða, og afturábak til að hægja á. Leikmaðurinn verður einnig að hoppa yfir hindranir með því að lyfta Wii remote upp, eins og maður sé að hoppa.

Borðtennis (Table tennis)

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi leikur er einfaldlega eins og borðtennis, skjóta kúluna með því að hreyfa Wii remote. Mii kallarnir eru studdir, og eru hvattir af áhorfendum. Þegar þú kemst lengra í leiknum, stækkar áhorfendahópurinn. Leikmaðurinn stjórnar hvar spaðanum með Wii remote, ekkert högg er notað, bara staðsetning spaðans. Fyrir hvert skot eignast maður stig, þannig lokastigin er lengd leiksins.

Þythokkí (Laser Hockey)

[breyta | breyta frumkóða]

Spilað eins og þythokkí, þetta er tveggja spilara leikur þar sem leikmenn hreyfa Wii remote til að verja skot og reyna að skjóta í mark andstæðingsins. Þegar þú miðar með Wii remote hreyfist spaðinn um völlinn og ef þú snýrð Wii remote geturu hallað spaðanum til að beina pökkinum í hvaða átt sem er.

Skotleikur (Shooting)

[breyta | breyta frumkóða]

Leikmenn fara í gegnum mismunandi umferðir af því að skjóta blöðrur, skotmörk, geimdiska, endur, dósir og loksins geimskip. Þegar þú keppir á móti öðrum geturu minnkað stig annarra leikmanna með því að skjóta þeirra skotmörk en geyma þín.

Billjard (Pool)

[breyta | breyta frumkóða]

Leikmenn spila 9 Ball billjard eins og venjulega billjard leiki. Leikmenn stilla upp skotunum sínum bæði í tvívídd séð frá lofti og bakvið boltan þrívídd. Það er hægt að miða hvar maður skýtur á boltann og gera snúning eða láta boltann skoppa. Maður dregur Wii remote til baka, síðan skýtur maður henni fram til þess að skjóta.

  • Official Nintendo Magazine: 91%
  • IGN AU: 8.3/10
  • IGN UK: 6.3/10
  • NGamer: 70%
  • Gamemaster(UK): 50%

Ytri krækjur

[breyta | breyta frumkóða]


Wii (Nintendo)
Fjarstýring: Wii fjarstýring
Leikir: Listi yfir Wii-leikiLeikir eingöngu fyrir Wii
Netið: Nintendo Wi-Fi ConnectionVirtual ConsoleWiiConnect24Wii StöðvarInternet Stöð
Wii serían: SportsPlayMusic