Fara í innihald

Wii Sports

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá WiiSports)
Logo.

Wii Sports er leikur frá Nintendo sem fylgir með Wii alls staðar, nema í Japan.

Wii Sports er samansafn af 5 íþróttaleikjum, hafnarbolti, tennis, keila, hnefaleikar og golf. Leikmenn nota Wii fjarstýringuna til að sveifla spaða, kylfa eða kýla andstæðinginn. Reglurnar í hverjum leik eru einfaldaðar fyrir spilara svo auðveldara verði að stjórna leiknum.

Tennis (allt að því fjórir leikmenn geta tekið þátt)- fyrst velur hver leikmaður þá stöðu (eða þær stöður; því hægt er að gegna mörgum stöðum á vellinum, sem vinur sem og andstæðingur. Einnig er hægt að gegna öllum stöðunum á vellinum.) sem hann vill gegna en hægt er að velja úr 4 stöðum alls. Svo sveiflar leikmaður Wii-fjarstýringunni og slær þannig tennisboltann. Til að gera leikinn auðveldari fyrir byrjendur, er ekki hægt að hreyfa persónuna sjálfa heldur aðeins stýra hvert hún slær. Þetta er gert til að einfalda leikinn og auðvelda hann byrjendum.

Hafnarbolti

[breyta | breyta frumkóða]

Hafnarbolti (allt því að tveir leikmenn geta tekið þátt)- einn leikmaður er kastari (kastar boltanum með því að sveifla Wii-fjarstýringunni) og hinn er kylfingur (slær kylfunni með því að sveifla Wii-fjarstýringunni).

Keila (allt að því fjórir leikmenn geta tekið þátt)- keilukúlunni er kastar með því að halda inni B takkanum á Wii-fjarstýringunni og sveifla henni svo (eins og keilukúlu er kastað). Hægt að er að færa sig í move ham með því að ýta til hægri og vinstri á '+ takkanum' og snúa sér í turn ham með því að ýta til hægri og vinstri á áðurnefndum takka. Einnig er hægt að þylja inn og út með því að ýta upp og niður á '+ takkanum', og framkalla snúning á kúluna með því að snúa upp á Wii-fjarstýringuna annaðhvort til hægri eða vinstri áður en maður kastar.

Golf (allt að því fjórir leikmenn geta tekið þátt)- í golfi miðar maður hvert skjóta skal með hægri og vinstri á + takkanum. Slegið er með því að sveifla Wii-fjarstýringunni, á meðan A takkanum er haldið inni.

Hnefaleikar

[breyta | breyta frumkóða]

Hnefaleikar (allt því að tveir leikmenn geta tekið þátt)- í þessum leik tekur leikmaður sér Wii-fjarstýringuna og Nunchuck-ið í hendur og slær þeim áfram til að slá, heldur þeim að sér til að verja, hallar sér til hliðar til að forðast undan höggum og snýr upp á þær til að gera hægri- eða vinstrikrók.


Wii (Nintendo)
Fjarstýring: Wii fjarstýring
Leikir: Listi yfir Wii-leikiLeikir eingöngu fyrir Wii
Netið: Nintendo Wi-Fi ConnectionVirtual ConsoleWiiConnect24Wii StöðvarInternet Stöð
Wii serían: SportsPlayMusic