Fara í innihald

Whittier (Alaska)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Whittier.
Buckner Building er yfirgefin hernaðarbygging.

Whittier er þorp á norður Kenai-skaga í suður-Alaska, 120 km suðaustur af Anchorage. Íbúar voru 214 árið 2016 og búa næstum allir íbúarnir í einni blokk sem hefur 150 íbúðir (Begich Towers). Whittier er í Chugach National Forest sem er næststærsti þjóðskógur Bandaríkjanna.

Bandaríski herinn gerði aðstöðu þar sem bærinn er í seinni heimsstyrjöld. Lestarjarðgöng og stórhýsið Buckner Building voru þá byggð. Í jarðskjálftanum 1964 skaddaðist byggingin og fór í niðurníðslu eftir það. 13 manns létust í flóðbylgjunni sem fylgdi.

Eftir 1969 varð aðstaða í bænum fyrir skemmtiferðaskip og árið 2000 var bílaumferð möguleg til og frá Anchorage með Anton Anderson göngunum.

Whittier er þekktur sem úrkomusamasti bær Bandaríkjanna með rúmlega 5000 mm af ársúrkomu.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Fyrirmynd greinarinnar var „Whittier, Alaska“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. feb. 2019.