Fara í innihald

Vulcanus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vulcanus hlekkjar Prómeþeif.

Vulcanus er guð elds og smíða í rómverskri goðafræði. Hann samsvarar Hefæstosi í grískri goðafræði. Vulcanus er sonur Júpíters og Júnóar og eiginmaður Venusar. Hann var talinn ljótastur guðanna. Smiðja hans var gjarnan talin vera undir eldfjallinu Etnu á Sikiley.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.