Tungusveit (Skagafirði)
Útlit
Tungusveit er byggðarlag í Skagafirði og mun nafnið áður hafa náð yfir mestallan Lýtingsstaðahrepp, en nú nær það einungis yfir tunguna sem er á milli Héraðsvatna og Svartár, frá Vallhólmi fram að mynni Svartárdals og Vesturdals. Tungan er oft kölluð Reykjatunga, eftir kirkjustaðnum Reykjum í Tungusveit. Hún er löng og mjó og þar er fjöldi bæja.