Vinča menning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Menning í Evrópu á Nýsteinöld um 4.000-3.000 f.Kr. Vinča menningin er sýnd í fjólubláum lit.
Leirstytta sem fannst í Serbíu

Vinča menning, einnig þekkt sem Turdaș menning eða Turdaș-Vinča menning er steinaldarmenning frá Nýsteinöld sem var við lýði í Mið-Evrópu og Suðaustur-Evrópu á tímabilinu 5700–4500 f. Kr.

Skýli eins og talið er að hafi verið notuð á tímum Vinča menningar

Vinča menningin var á svæði í Suðaustur-Evrópu (Balkanskaganum) aðallega þar sem nú eru ríkin Serbía og Kósóvó en náði einnig yfir hluta af Rúmeníu, Búlgaríu, Bosníu, Svartfjallalandi, Makedóníu og Grikklandi.

Fundist hafa táknmyndir eða eins konar táknmál eða ritmál sem kallað er Vinča táknin. Þessi tákn hafa fundist undir húsum og á botni kerja og hafa ekki verið ráðin en tilgátur eru um að táknin séu helgitákn og tákn notuð í viðskiptum eða vöruskiptum. Árið 1961 fundust töflur með flóknustu táknum þessarar menningar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]