Villingaholtshreppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Villingaholtshreppur (til 2006)

Villingaholtshreppur var hreppur í austanverðum Flóa í Árnessýslu og lá að Þjórsá.

Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Villingaholtshreppur Gaulverjabæjarhreppi og Hraungerðishreppi undir nafninu Flóahreppur.

Flestir íbúar lifðu af landbúnaði eða sóttu vinnu annars staðar, t.d á Selfossi. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 185.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.