Gaulverjabæjarhreppur
Útlit
Gaulverjabæjarhreppur eða Bæjarhreppur var hreppur í sunnanverðum Flóa í Árnessýslu sem markaðist af Atlantshafi í suðri, Villingaholtshreppi og Hraungerðishreppi í austri og norðri og Sveitarfélaginu Árborg í vestri. Landslag hreppsins markast af mýri Flóans og lítið er um hóla og hæðir. Í mýrlendinu eru mýradrög og flóar. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 141.
Hinn 10. júní 2006 sameinuðust Flóahrepparnir þrír; Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur og mynduðu Flóahrepp.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.