Verðlaun Jóns Sigurðssonar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verðlaun Jóns Sigurðssonar hafa verið veitt árlega frá 2008 af Forsætisnefnd Alþingis á Hátíð Jóns Sigurðssonar sem haldin er í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem unnið hefur verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau geta jöfnum höndum verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Eftirfarandi einstaklingar hafa fengið verðlaunin: