Fara í innihald

Vepja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vepja
Vepja.
Vepja.

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Lóuætt (Charadriidae)
Ættkvísl: (Vanellus)
Tegund:
Vanellus vanellus

Vepja (fræðiheiti Vanellus vanellus) er vaðfugl af lóuætt. Vepja er fremur stór fugl með langan hnakkatopp og breiða vængi. Hún er dökk á baki með svart belti yfir hvíta bringu. Vepja er einn algengasti og útbreiddasti vaðfugl í Evrópu. Vepja sést helst á veturna á Íslandi og vitað er um mörg tilvik þar sem hún hefur orpið á Íslandi.

Vepja verpir 3-4 eggjum í hreiður á jörðu niðri og velur oft varpstað á ræktunarlandi eða annars staðar þar sem er lágvaxinn gróður. Vepjum hefur víðast hvar fækkað og er talið að það megi rekja til breyttra ræktunaraðferða sem þrengja að búsvæði þeirra. Vepjuegg voru eftirsótt til matar í Evrópu á Viktoríutímanum, sérstaklega í Fríslandi það sem það var siður á vorin að safna vepjueggjum. Eggjataka er nú bönnuð.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Jóhann Óli Hilmarsson (1999). Íslenskur fuglavísir. Iðunn. ISBN 9979103639.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Northern lapwing“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. ágúst 2019.