Varmá (Mosfellsbær)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Varmá er á sem rennur í gegnum Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa. Í Varmá er fossinn Álafoss. Fossinn er í ánni þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá dýpi í volgri ánni sem notað var til sundiðkana og dýfinga.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]