Valgerður Bjarnadóttir
Valgerður Bjarnadóttir (fædd 13. janúar 1950) er viðskiptafræðingur og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar.
Valgerður er dóttir Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra og konu hans Sigríðar Björnsdóttur. Bróðir Valgerðar er Björn Bjarnason fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Valgerður var gift Vilmundi Gylfasyni, fyrrum dómsmálaráðherra og þingmanni Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna, og saman áttu þau fimm börn. Seinni maður hennar er Kristófer Már Kristinsson, íslenskufræðingur og fyrrum varaþingmaður Bandalags jafnaðarmanna.
Nám og störf
[breyta | breyta frumkóða]Valgerður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969, cand. oecon prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1975 og MS- prófi í heilsuhagfræði frá sama skóla árið 2006.
Valgerður var þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2009-2016.[1] Hún var aðalmaður í bankaráði Seðlabanka Íslands, en sagði sig úr ráðinu vegna þaulsetu bankastjóranna í trássi við vilja almennings og stjórnvalda eftir bankahrunið á Íslandi árið 2008.
Tilvísun
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Alþingi, Æviágrip - Valgerður Bjarnadóttir (skoðað 24. júní 2019)