Valgerður Þóroddsdóttir
Útlit
(Endurbeint frá Valgerði Þóroddsdóttir)
Valgerður Þóroddsdóttir er íslenskt skáld, pistlahöfundur og útgefandi. Hún er einn stofnandi ljóðabókaseríunnar Meðgönguljóða og stofnandi forlagsins Partusar.
Valgerður er langa-langafabarn Guðmundar Friðjónssonar skálds, langafabarn Þórodds Guðmundssonar skálds og Gunnars G. Schram lagaprófessors, og dóttir Þórodds Bjarnasonar prófessors.