Gunnar G. Schram

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunn­ar G. Schram (20. febrúar 1931- 29. ágúst 2004) var laga­pró­fess­or við Háskóla Íslands og fyrr­ver­andi alþing­ismaður.

Gunnar fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950 og lög­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands árið 1956. Hann stundaði framhaldsnám í þjóðarétti við Max Planck-stofn­un­ina í Heidel­berg í Þýskalandi 1957–1958 og við Cambridge-háskóla í Englandi, Sidney Sus­sex Col­l­e­ge 1958-1960. Hann lauk doktors­prófi í þjóðarétti við Cambridge árið 1961.

Gunnar varð lektor við lagadeild Háskóla Íslands árið 1970 og var skipaður prófessor árið 1974, starfi sem hann gegndi til ársins 2001. Gunn­ar var einnig blaðamaður á Morg­un­blaðinu á há­skóla­ár­un­um og frá 1956-1957. Hann var rit­stjóri Vís­is 1961-1966. Gunn­ar réðst til starfa í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu1966 þar sem hann var deild­ar­stjóri ásamt því að vera ráðunaut­ur í þjóðarétti. Hann var ráðunaut­ur stjórn­ar­skrár­nefnd­ar 1975-1983. Gunn­ar var kjör­inn alþing­ismaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í Reykja­nes­kjör­dæmi 1983-1987 og varaþingmaður 1987-1991.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

  • 1969 Lögfræðihandbókin: meginatriði persónu-, sifja- og erfðaréttar, með skýringum fyrir almenning
  • 1970 Læknar segja frá : úr lífi og starfi átta þjóðkunnra lækna
  • 1971 Tryggingahandbókin : meginatriði löggjafarinnar um almannatryggingar og hinar frjálsu tryggingar
  • 1975 Auðlindalögsagan, landgrunnið og mengun hafsins : þrír fyrirlestrar um hafréttarmálin á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
  • 1977 Um endurskoðun stjórnarskrárinnar
  • 1985 Umhverfisréttur : um verndun náttúru Íslands
  • 1988 Verndun hafsins : hafréttarsáttmálinn og íslensk lög
  • 1994 Starfshættir Alþingis: handrit til kennslu við lagadeild Háskóla Íslands
  • 1997 Stjórnskipunarréttur
  • 2001 Hafréttur

Tengill[breyta | breyta frumkóða]