Vafningsklukkuætt
Vafningsklukkuætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lúðurlaga blóm sætu kartöflunnar eru dæmigerð fyrir vafningsklukkuætt.
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Type genus | ||||||||||
Convolvulus | ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
Um 60 talsins. |
Vafningsklukkuætt[1] (latína: Convolvulaceae) eða vafklukkuætt[2] er ætt blómplantna. Ættin inniheldur aðallega klifurjurtir og sumar þeirra eru ræktaðar til skrauts, sem náttúrulyf eða sem matjurtir.[3] Sætar kartöflur eru af vafningsklukkuætt og eru mikilvægt nytjajurt fyrir manninn.
Einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Tegundir af vafningsklukkuætt hafa stakstæð blöð oft þykkar rætur eða jarðstöngla sem geta myndað nýja plöntu. Sumar tegundir lifa sníkjulífi og þær hafa ekki blaðgrænu. Stöngularnir eru trjákenndir eða mjúkir.[3]
Blómin eru mynduð af fimm lausum bikarblöðum sem vaxa yfir reifarblöðum í sumum tegundum. Krónublöðin eru fimm talsins og þau eru samvaxin þannig að blómið er í laginu eins og trompet. Fræflarnir eru fimm og eru samvaxnir við krónublöðin. Blómin eru undirsætin. Aldinið er hýðisaldin sem getur innihaldið fimm trjákennd fræ. Fræin eru stundum hærð.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Líforðasafn - Orðabanki Íslenskrar málstöðvar. Sótt 21.07.2019.
- ↑ Ágúst H. Bjarnason (2014). Plöntuættir. Sótt þann 21. júlí 2019.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 The Seed Site (án árs). Convolvulaceae - the bindweed family. Sótt þann 21. júlí 2019.