Fara í innihald

Sníkjulíf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sníkjulífi)

Sníkjulífi er í vistfræði ein gerð samlífis, hinar eru samhjálp og gistilífi. Sníkjulífi er samlífi tveggja tegunda lífvera, þar sem önnur (sníkillinn) lifir á eða í hinni (hýslinum)[1]. Sníkjulífi er því óhagstætt annarri lífverunni en hagstætt hinni.

Sníkjudýrin eru oftast mun minna en hýsillinn og eru þau gjarnan flokkuð í ytri og innri sníkjudýr. Dæmi um ytri sníkjudýr eru lýs og blóðmaurar sem sjúga vessa og blóð úr hýslum sínum. Dæmi um innri sníkjudýr eru ýmsar tegundir frumdýra og flatormar sem lifa í þörmum hryggdýra og fá þar skjól og næringu. Ástandið getur orðið það alvarlegt að hýsillinn líður næringarskort[2].



  1. Snara. „Sníkjulíf“. Skoðað 11. apríl 2013
  2. Jón Már Halldórsson. (2002, 15. febrúar). „Hvað er samlífi, gistilífi, samhjálp og sníkjulíf dýra?“[óvirkur tengill]. Skoðað 10. apríl 2013.