Víðirani

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Víðirani
Dorytomus taeniatus 3-4,5 mm
Dorytomus taeniatus 3-4,5 mm
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjalla (Coleoptera)
Undirættbálkur: Polyphaga
Ætt: Ranabjöllur (Curculionidae)
Ættkvísl: Dorytomus
Tegund:
D. taeniatus

Tvínefni
Dorytomus taeniatus
(Fabricius, 1781)[1]

Víðirani (fræðiheiti: Dorytomus taeniatus) er tegund af ranabjöllum (Curculionidae) ættuð frá Evrópu.[2][3] Henni var fyrst lýst af Johann Christian Fabricius 1781. Lirfurnar mynda smávægilegan vöxt (gall) á reklum víðitegunda.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Eggin eru lögð að hausti við rekilbrum og klekjast út næsta vor.[4] Lirfurnar mynda óverulega röskun á yfirleitt kvenreklunum.[5] Reklarnir falla fyrr en ósýktir og lirfurnar púpa sig í jarðvegi.[6] Nákvæm skoðun er nauðsynleg þar sem Redfern (et al. (2011)) bendir á að stundum geta komið svipaður útvöxtur vegna sára, og samkvæmt Plant Parasites of Europe er greining eingöngu möguleg með því að skoða bjöllurnar.[5][6]

Bjöllurnar eru 4 - 5 mm langar og brúnsvartar til svartar. Þær sjást frá maí, nartandi blöð.[4]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Hún finnst í vestur og mið Evrópu, þar á meðal Bretlandseyjum, Skandinavíu og Íslandi.[7] Á Íslandi er hann allstaðar á láglendi.[8]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fabricius, J.C. 1781. Species insectorum; exhibentes eorum differentias specificas, synonyma, auctorum, loca natalia, metamorphosin ediectis observationibus, descriptionibus. Carol. Ernest. Bohnii, Hamburgi et Kilonii
  2. Morris, M.G. (2012) True Weevils. (Coleoptera: Curculioninae, Baridinae, Oroitidinae). Part III. Royal Entomological Society of London Handbook 5 (17d).
  3. Hoffmann, A. (1950, 1954, 1958) Coléoptères curculionides. Parties I, II, III. Paris: Éditions Faune de France. Bibliothèque virtuelle numérique pdfs
  4. 4,0 4,1 Alford, David V (2012). Pests of Ornamental Trees, Shrubs and Flowers: A Color Handbook. Waltham: Academic Press. bls. 155. ISBN 978 0 12 398515 6.
  5. 5,0 5,1 Redfern, Margaret; Shirley, Peter; Boxham, Michael (2011). British Plant Galls (Second. útgáfa). Shrewsbury: Field Study Council. bls. 282–299. ISBN 978 185153 284 1.
  6. 6,0 6,1 Ellis, W N. Dorytomus taeniatus (Fabricius, 1781)“. Plant Parasites of Europe. Sótt 28. desember 2017.
  7. Dorytomus taeniatus. Encyclopedia of Life. Sótt 28. desember 2017.
  8. Víðirani Náttúrufræðistofnun Íslands
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.