Fara í innihald

Notandaspjall:Salvor

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sæl og velkomin á íslensku wikipediuna.

Til hægðarauka fyrir þig, wikiþjónana og stjórnendur er tilvalið að nota forskoðunarhnappinn. Við fylgjumst með breytingum sem eru gerðar, einkum ef ip-tölur eiga í hlut, til að geta brugðist við skemmdarverkum, þetta getur reynst tímafrekara ef að sama grein er vistuð mörgum sinnum með stuttu millibili, sömuleiðis veldur það meira álagi á wikiþjónana. --Stalfur 28. nóv. 2005 kl. 15:42 (UTC)

Request for translation. Yanka Kupala and Yakub Kolas

[breyta frumkóða]

Warm greeting from Belarusian Wikipedia! This year we celebrate 130. birthday of Belarusian great poets en:Yanka Kupala and en:Yakub Kolas Could you help us to translate articles into your unique and honourable language? Thank you in advance! --178.126.162.75 14. janúar 2012 kl. 16:22 (UTC)[svara]

Athyglisþurfi greinar

[breyta frumkóða]

Sæl. Værir þú til í að taka til í Tóskapur, Tóvinna, Vaðmál, Hlóðir, Keyta, Kljásteinn og Skil. Held þetta sé allt greinar frá þínum nemendum, flestar þurfa að verja tilveru sína hér, eins og þær koma fyrir í dag. --Jóna Þórunn 09:25, 4 október 2006 (UTC)

Translation Request

[breyta frumkóða]

Greetings Salvor!

Can you please kindly help me translate these passages into the Icelandic language?


"Jesus Christ, the Word who became flesh, died on the cross for the redemption of sinners, resurrected on the third day and ascended to heaven. He is the only Saviour of mankind, the Creator of the heavens and earth, and the only True God".

"The Holy Bible, consisting of the Old and New Testaments, is inspired by God, the only scriptural truth, and the standard for Christian living".

"Salvation is given by the grace of God through faith. Believers must rely on the Holy Spirit to pursue holiness, to honour God, and to love humanity".

"Receiving the Holy Spirit, evidenced by speaking in tongues, is the guarantee of our inheritance of the Kingdom of Heaven".

"The Lord's Second Coming will take place on the Last Day when He descends from heaven to judge the world: the righteous will receive eternal life, while the wicked will be eternally condemned".


Any help at all would be very gratefully appreciated, Thankyou very much.

From --Jose77 01:32, 8 október 2006 (UTC)

Aðgreinarsíður

[breyta frumkóða]

Sæl. Takk fyrir að taka til í ofangreindum greinum. Mundu bara að {{Aðgreining}}-sniðið á á að koma neðst á aðgreiningarsíðurnar en ekki efst eins og það var á Assa. --Jóna Þórunn 13:54, 17 október 2006 (UTC)

Möppudýr

[breyta frumkóða]

Sæl Salvör. Þú ert nú orðin möppudýr hér á Wikipediunni. Þú hefur nú þegar stjórnandaréttindi annars staðar (á Wikibókum, ekki satt?) svo það er óþarfi að hafa langt mál um hvað það þýðir, þú veist það nú þegar. Til hamingju. --Cessator 20:11, 15 ágúst 2007 (UTC)

Sæl Salvör. Ég skellti flestum myndunum sem þú hafðir sett inn á greinarnar Borobudur og hnúðsvanur í myndasöfn. Þetta kemur snyrtilegar út þegar myndirnar eru svona margar miðað við textann en annars verður uppröðun mynda miðað við textann mjög mismunandi eftir skjáupplausn. --Cessator 24. október 2007 kl. 12:41 (UTC)[svara]

fínt. ég tók bara myndirnar sem voru á ensku greinunum --Salvör Gissurardóttir 24. október 2007 kl. 13:35 (UTC)[svara]

Heitir venjulega tegund gullregns virkilega venjulegt gullregn? Yfirleitt heitir megintegundin eginlegt eitthvað, t.d. eiginlegt vörtusvín. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. apríl 2008 kl. 15:49 (UTC)[svara]

Niii, þetta er strand(a)gullregn. — Jóna Þórunn 10. apríl 2008 kl. 15:54 (UTC)[svara]

Nemendur bæta við Wikipediu

[breyta frumkóða]

Signpost er með mjög athyglisverða grein um notkun á Wikipediu í kennslusamhengi - niðurstaðan var úrvalsgrein: en:Wikipedia:Wikipedia_Signpost/2008-04-14/2000th_FA Haukur 21. apríl 2008 kl. 11:48 (UTC) takk fyrir ábendinguna. áhugaverð grein. --Salvör Gissurardóttir 22. apríl 2008 kl. 15:21 (UTC)[svara]

Athugaðu að þessi foss heitir Faxi en ekki Pjaxi. — Jóna Þórunn 20. júní 2008 kl. 21:48 (UTC)[svara]

Sæl Salvör, ég rakst á moggabloggið þitt áðan og sé að þú hefur tekið nokkrar myndir á málþingi í tilefni af afmæli Steingríms Hermannssonar. Ég sé þarna nokkrar sem væri hægt að croppa til og nota í greinum um viðkomandi einstaklinga. Okkur vantar t.d. sárlega frjálsar myndir af forsetunum Vigdísi og Ólafi sem hægt er að klippa útúr þessum myndum. Svo eru þarna ágætis myndir af Jónínu Bjartmarz, Guðmundi Steingrímssyni og Guðna Ágústssyni svo eitthvað sé nefnt. Það væri því vel þegið ef þú gæfir þessar myndir út undir CC-leyfi. --Bjarki 22. júní 2008 kl. 22:47 (UTC)[svara]

Auðvitað, ég hugsaði ekki út í það. Ég tek mikið af svona tækifærismyndum og hef verið í þannig starfi og félagsmálum að ég á myndir af mörgum sem eru áberandi í stjórnmálum. Ég vil samt ekki gefa út undir CC leyfi myndir nema þeir sem eru á myndunum séu sáttir við myndirnar og myndirnar séu þeim til sóma. Ég smelli oft myndum af fólki án þess að það taki eftir til að reyna að fanga stemmingu augnabliksins --Salvör Gissurardóttir 23. júní 2008 kl. 12:54 (UTC)[svara]


Málið var að það var aukastafabil fremst í nokkrum línum og þá kom daufur rammi utan um þá málsgrein auk þess sem hluti hennar fór út um víðan völl. Ég sá þetta við nánari skoðun og lagfærði málið takk Salb 22. júlí 2008 kl. 00:39 (UTC)[svara]

Wikimania 2010, fréttir

[breyta frumkóða]
Fréttir frá umsóknarferlinu fyrir Wikimania í Stokkhólmi



September 2008
28. september:

  • Sérstakur sunnudagsfundur var haldinn, þar sem erfitt reyndist að fá alla saman á fimmtudagskvöldi. Fimmtudagsfundir hefjast aftur 9. október.
  • Mikael Lindmark dregur sig í hlé, og Oskar Sigvardsson kemur í hans stað.
  • Verkaskipting var rædd aftur, og verkefni hvers og eins skýrt afmörkuð. Tímaáætlun var sett niður, þar sem ákveðinni prósentu hvers verks ætti að vera lokið fyrir næsta fund (9. október). Fyrstu verkefnunum ætti að vera lokið í byrjun nóvember í flestum tilvikum. Þeim sem ljúka verkum sínum snemma verða fengin önnur.
  • Atkvæðagreiðsla var haldin um staðsetningu ráðstefnunnar: Fluff, Bjelleklang, Mike_H, Laaknor, JHS, OskarS, CarinaT and Henrik kusu já við Stokkhólmsháskóla. Enginn var andvígur, en Patricia og Wegge voru fjarverandi. Aðrir valkostir sem ræddir voru voru Konunglegi Tækniháskólinn (KTH), Stockholmsmässan, og Globen.
  • Mike_H var kjörinn sem tímabundinn formaður umsóknarnefndarinnar, en enginn var í mótframboði.
  • Vakið var máls á gestafyrirlesurum ráðstefnunnar; Mike bað alla að koma með tillögur fyrir 9. október, sem er næsti fundur.
  • Carina vakti máls á tillögu sem var fyrst send á póstlistann af Sir48. Lagt er til að staðbundnir fundir verði haldnir í Osló, Helsinki, Kaupmannahöfn og Reykjavík, og að þeir ferðist í hópum til Stokkhólms á ráðstefnuna. Norðmenn, Danir og Finnar á fundinum tóku undir hugmyndina. Carina lagði til að þetta yrði skrifað í umsóknina, og Mike bauðst til að setja það þar. Umsóknarnefndin mun einnig ræða við íslenska hópinn á næstu vikum og leita eftir áliti þeirra.

Ágúst 2008
28. ágúst:

  • Fyrsti opinberi fundur umsóknarnefndarinnar; hægt að lesa hann hér
  • Ákveðið var að búa til póstlista; Henrik ætlar að sjá um hann.
  • Ákveðið var að halda Wikimania í viku 32, sem er eftir sumarfrí flestra Norðurlandanna. Þar með er komin dagsetning; Wikimania 2010 verður haldið 5. til 8. ágúst 2010. Umsóknarnefndarfundir verða haldnir á fimmtudögum héðan af; kl. 18.00 að íslenskum tíma.
  • Nokkrar umræður voru um hvað umsóknarskýrslan þyrfti að innihald; Mike talaði meðal annars um það þegar Atlanta bauð sig fram og dró fram nokkra mikilvæga punkta úr því. Þá er sérstaklega verið að tala um trúarlega staði, s.s. kirkjur og moskur. Hann ætlar að endurskrifa inngang skýrslunnar, redda þýðingum og skrifa opið bréf til valnefndarinnar.
  • Patricia var valin til að líta eftir styrkjamálum. Hún mun leiðbeina fólki frá ólíkum löndum að sækja um styrki hjá ríkisstjórnum eða til að leita upplýsinga um slíkt.
  • Christoffer var valinn til að raða saman lista yfir mögulega gististaði í borginni og finna passlegt hótel. Hann ætlar einnig að skrifa meira um ráðstefnuna sjálf.
  • Lars ætlar að skrifa fjölmiðlahluta skýrslunnar, með því að draga saman um dagblöð, útvarps- og sjónvarpsrásir á Norðurlöndum. Þetta gæti orðið hentugt seinna meir, þegar þarf að auglýsa ráðstefnuna.
  • Carina var valin til að hafa samband við matvælafyrirtæki og veisluþjónustur, og einnig leita upplýsinga um matsölustaði í Stokkhólmi. Þetta verður þó líklega ekki valið fyrr en ráðstefnusalurinn er kominn á hreint.
  • Henrik bauðst til þess að skipuleggja partý, bæði stóra partýið fyrir alla og svo VIP-teitið.
  • Jon Harald var kosinn til að skoða Stokkhólm, afla upplýsinga um staði sem ráðstefnugestir vilja kannski skoða og heimsækja.
  • Anders var settur í það afla upplýsinga um samgöngur.
  • Að lokum voru Fluff og Mikael settir til að taka framboðið í sjálfsmat. Þeir eiga að ganga í saumanna á skýrslunni og finna göt og veikleika hennar.

da:Bruger:CarinaT/Wikimania-Stockholm en:User:Bjelleklang/Wikimania-stockholm fi:Käyttäjä:Nikerabbit/Wikimania-Stockholm nn:Brukar:Bjelleklang/Wikimania-Stockholm no:Bruker:Bjelleklang/Wikimania-Stockholm sv:Användare:Moralist/Wikimania-Stockholm

Translation of a short story

[breyta frumkóða]

Hi!

I'm a Hungarian wiki-editor, my name is Norbert Kiss. I already wrote on the iswiki to some editors, but no one would like to help me. I ask you therefore, could you help me with a short translation into Íslensku? If yes, just write me here or on my Hungarian wiki page. The asked text is only a (really) short story, which I have already in 97 languages, even in Faroese, but not in one of my favourites, the Icelandic. I hope, you could help me.

hu:User:Eino81

Takk: Norbert (Eino81) --Eino81 12. september 2009 kl. 08:02 (UTC)[svara]

Staðan á umsókn

[breyta frumkóða]

Sæl Salvör

Ég var að velta fyrir mér stöðunni á umsókn um styrk til vinnu v. WP fyrir nema HÍ. --Jabbi 3. maí 2010 kl. 16:11 (UTC) ég hef ekki fengið neitt svar ennþá, er ekkert of vongóð þó þetta sé gott og verðugt verkefni. læt vita þegar ég fæ svar --Salvör Gissurardóttir 3. maí 2010 kl. 16:14 (UTC)[svara]

Username rename request: White Cat -> とある白い猫

[breyta frumkóða]

Hi, I'd like my username be renamed per SUL rename. -- Cat chi? 3. desember 2011 kl. 14:29 (UTC)[svara]

Could I also ask why my bot タチコマ robot was blocked? -- Cat chi? 3. desember 2011 kl. 14:29 (UTC)[svara]

Request for translation

[breyta frumkóða]

Warm greeting from Korean Wikipedia! Could you help us to translate simple:Kara and simple:Josh Duhamel articles into your unique and honourable language? Thank you in advance! Tsuchiya Hikaru 17. janúar 2012 kl. 07:46 (UTC)[svara]

Hi, sorry for writing in English. I'm writing to ask you, as a bureaucrat of this wiki, to translate and review the notification that will be sent to all users, also on this wiki, who will be forced to change their user name on May 27 and will probably need your help with renames. You may also want to help with the pages m:Rename practices and m:Global rename policy. Thank you, Nemo 3. maí 2013 kl. 13:33 (UTC)[svara]

Textauppruni

[breyta frumkóða]

Sæl Salvör. Tek eftir því að sumt af því sem er sett inn af þinni hálfu kemur nær orðrétt úr þeim heimildum sem þú tilgreinir. Ert þú höfundur textans eða hefur þú fengið staðfest leyfi frá rétthafa hans? -Svavar Kjarrval (spjall) 6. júlí 2013 kl. 18:14 (UTC)[svara]

Hvað? Kannast ekki við að neitt sé orðrétt nema það sé sérstaklega mikilvægt út af nákvæmni og ég hafi vegið og metið að það sé í samræmi við höfundarréttarlög. Margt sem ég skrifa er vísun í efni sem er farið úr höfundarrétti. Annað verður að vera nákvæmt. Ég t.d. þarf ekki að breyta birtum niðurstöðum opinberrar rannsóknarnefndr um íbúðarlánasjóð. Ég breyti heldur ekki hvað fjöll eru há eða hvernig staðhættir eru eða hvar fiskur finnst og heldur sig. Ég kannast ekki við annað en um daginn afritaði ég óvart part úr grein um fiskinn stórkjafta, það var einhver bulllýsing á fiskinum og sennilega tekið upp í tímaritið frá annarri heimild. Ég er búin að taka það út. Ég veit ekki betur en ég verji miklum tíma í sjálfboðavinnu hér á wikipedíu í því augnamiði að auka við íslenskar greinar og reyni að gera það sem best ég get og amk byrja vel á greinum sem sérfræðingar geti auðveldlega bætt í þær. Ég kannast ekki við neitt sem er "nær orðrétt" og eitthvað vafaatriði varðandi höfundarréttarlög. Sumar greinar á vísindavefnum hef ég þrætt betur en annað en ég skrifa yfirleitt greinar um grundvallarflokkanir og það er ekki mikið svigrúm til að breyta þannig að það sé mikill munur á heimild og wikipedia grein. Þá ér ég oft að skrifa um efni sem ég er ekki sérfræðingur í og hef ekki aðra leið færa til að vera viss um að ég sé nákvæm (t.d. í flokkunarkerfi plantna og dýra) en að reyna að vera sem næst texta skrifuðum af sérfræðingi --Salvor (spjall) 10. júlí 2013 kl. 18:26 (UTC)[svara]
Ég var ekki að saka þig um brot á höfundalögum. Ef ég hefði verið að gera það, þá hefði ég ekki spurt þig að þessum spurningum. Þá hef ég tekið eftir í yfirferð minni á nýlegum breytingum (sem ég fylgist nokkuð vel með þessar vikurnar) að þú hefur verið að bæta við nýjum greinum hingað inn. Fyrir það færðu mínar þakkir, sérstaklega fyrir greinina um Íbúðalánasjóðsskýrsluna. Þá hef ég ekki heldur ásakað þig um neitt varðandi greinar byggðar á heimildum af vísindavefnum. Tilefnið var greinin um stórkjöftu en ég taldi það óþarft að nefna hana sérstaklega. Með „nær orðrétt“ var ég að vísa í þá grein og var lítill munur á hluta af tímaritsgreininni og nýjustu útgáfunni Wikipedia greinarinnar á þeim tíma. Nokkrum orðum var skipt út og smá endurröðun en textinn samt of líkur þeim upprunalega. Sennileiki þess hvort tímaritið hefur fengið heimildirnar annars staðar frá skiptir varla máli þar sem hvorki sannreynanleikareglan né það hvort sú grein sé fengin annars staðar frá. Til samanburðar er hér textinn eins og hann var í tímaritinu Ægir 2. tbl. ársins 2002 og hvernig hann var í útgáfu 1421081:
„Vinstri hlið hennar er rauðgrá eða gulmóbrún á lit og snýr sú hliðin upp en hliðin sem snýr niður er hvít. Bæði augun eru á dökku hliðinni, nokkuð stór og er hægra augað aðeins aftar en hitt. Hausinn er stór og kjaftur sérstaklega stór og dregur fiskurinn nafn sitt þar af. Neðri skoltur nær fram fyrir þann efri og á honum er lítil tota. Tennur er fremur smáar. Bak- og raufaruggar eru langir og ná að aftan aðeins yfir á ljósu hliðina. Eyruggi dökku hliðarinnar er næstum tvöfalt lengri en eyruggi ljósu hliðarinnar. Kviðuggar eru langir og sporðurinn yddur í endann.“ (tímaritsgreinin)
„Vinstri hlið stórkjöftu er rauðgrá eða gulmóbrún á lit og snýr sú hliðin upp en hliðin sem snýr niður er hvít. Bæði augun eru á dökku hliðinni og eru þau stór og er hægra augað aðeins aftar en hitt. Hausinn er stór og nafn fisksins stórkjafta er komið af því að kjafturinn er sérlegas stór og nær neðri skoltur nær fram fyrir þann efri og á honum er lítil tota. Tennur er smáar, bak- og raufaruggar eru langir og ná að aftan aðeins yfir á ljósu hliðina og er eyruggi dökku hliðarinnar tæplega tvöfalt lengri en eyruggi ljósu hliðarinnar. Kviðuggar eru langir og sporðurinn yddur í endann.“ (útgáfa 1421081 á Wikipedia)
Þá er ég ekki að segja þér að hætta að skrifa greinar eða hætta að nýta tilteknar heimildir. Munurinn á textanum er það lítill að ég efast um að hann uppfylli skilyrði höfundalaga sem afleitt verk. Vísun í tímaritsgreinina sem heimildar er ekki nóg í þessu tilviki þar sem orðrétti hlutinn er ekki merktur sem tilvitnun, sem væri brot á sæmdarrétti höfundar. Síst af öllu vil ég að Wikimedia Foundation fari að lenda í vandræðum vegna tilvika eins og hér um ræðir, hvort sem það er í dómsal eða að almannaáliti. Ég hvet þig eindregið til þess að halda áfram að veita framlög til íslenska Wikipedia, enda veitir ekki af fleiri góðum framlögum. -Svavar Kjarrval (spjall) 11. júlí 2013 kl. 00:32 (UTC)[svara]

Tenglar í BA-ritgerðir

[breyta frumkóða]

Sæl Salvör. Ein ábending. Ég fjarlægði tengil í BA-ritgerð Hrannar Guðmundsdóttur sem þú hafðir sett í greinina „Lífvald“. Ástæðan er sú að notkun BA-ritgerða sem heimilda er ekki heimil skv. ákvörðun Hugvísindasviðs HÍ nema fyrir liggi skriflegt leyfi bæði höfundar og leiðbeinanda. Sjá hér þar sem segir neðst: „Óheimilt er þó að vitna til ritgerðanna eða nýta sér efni úr þeim í ritum sem gefin eru út fjölrituð eða prentuð nema fyrir liggi leyfi höfundar og leiðbeinanda.“ Ég lít svo á að netsíða (eins og Wikipedia) teljist fjölritað eða fjölfaldað efni og útgefið í þessum skilningi (í hvert sinn sem síða er opnuð er efnið afritað af vefþjóni). Þetta eru sem sagt ekki heimildir sem við megum vinna úr og við megum ekki vitna til eða vísa í (og þar með tengja í) þessar ritgerðir. --Cessator (spjall) 10. júlí 2013 kl. 14:50 (UTC)[svara]

Þessi yfirlýsing af hálfu Hugvísindasviðs HÍ hefur engan lagalegan grundvöll nema að því leiti að banna afritun sem nær lengra en 14. gr. höfundalaga áskilur eða önnur sértæk lög. Sama gildir um aðrar tegundir verka. Það væri hægt að ræða þetta á grundvelli áreiðanleika en alls ekki vegna yfirlýsingar af þessu tagi. Þetta eru afleiðingar sem höfundar og útgefendur verða að sætta sig við þegar þeir gefa eitthvað út opinberlega. -Svavar Kjarrval (spjall) 10. júlí 2013 kl. 15:39 (UTC)[svara]
Þetta telst ekki gefið út opinberlega. Þetta er skólaverkefni sem er hægt að skoða. --Cessator (spjall) 10. júlí 2013 kl. 21:07 (UTC)[svara]
Skilgreiningin á opinberri útgáfu er aðallega sú að hver sem er út í bæ (almenningur) geti nálgast verkið eða nógu stór hluti hans. Ef texti er viljandi settur á netið þannig að hver sem er getur skoðað hann, þá er almenningur í fullum rétti að nýta rétt sinn skv. 14. gr. höfundalaganna. Sé óheimilt að vitna í textann eða nota hann á annan hátt á einfaldlega ekki að gera almenningi kleift að nálgast verkið. Skiptir þá engu máli hvort það sé vísað á skilmála sem eru annars staðar á vefnum, vísað í þá á hverri síðu eða jafnvel settir þannig að það sé ekki hægt að ná í efnið af vefnum án þess að samþykkja þá sérstaklega.
Tilvitnunin í ákvörðun kennslunefndar Hugvísindasviðs HÍ virðist eingöngu eiga við um skil nemenda á ritgerðum innan sviðsins en ekki á rétti almennings til þess að vísa í þær eða nota með öðrum hætti, svo framarlega sem farið er að landslögum. Það er hægt að sjá með því að skoða betur síðuna, sem við nánari skoðun fjallar um frágang og skil á lokaverkefnum innan sviðsins en ekkert um rétt almennings til þess að nálgast eða nota verkefnin þegar þeim hefur verið skilað.
-Svavar Kjarrval (spjall) 11. júlí 2013 kl. 00:59 (UTC)[svara]
Svavar, þetta stenst ekki alveg. Allir Íslendingar — eða með þínu orðalagi „hver sem er út í bæ (almenningur)“ — sem nenna að gera sér ferð niður á Landsbókasafn geta nálgast þar eldri námsritgerðir (þ.e. þær sem voru skrifaðar áður en Skemman varð til). Þær ritgerðir eru samt ekki opinberlega útgefin verk. Og klausan á ekki við um notkun nemenda sjálfra á öðrum BA-ritgerðum í sinni ritgerð heldur fjallar hún um höfundarrétt nemandans á sinni ritgerð (og er þarna einmitt til að takmarka hann með því að opna á notkun ritgerðanna í kennslu þótt það leyfi nái ekki til notkunar ritgerðanna í útgefnum verkum eins og t.d. Wikipediu). Það er algerlega augljóst af lestri klausunnar og í mínum huga yfir allan vafa hafið, hvort sem klausan héldi vatni fyrr dómstól eða ekki. En við erum ekki dómstóllinn og okkur er í lófa lagið að virða þessi tilmæli og þess vegna algerlega ástæðulaust að gera það ekki af því bara... --Cessator (spjall) 11. júlí 2013 kl. 11:49 (UTC)[svara]
Tilgangurinn var ekki að veita tæmandi skilgreiningu á hugtakinu útgáfa enda er þetta spjallsvæði. Það gæti verið rétt að ritgerðirnar sem eru ekki á netinu, s.s. eingöngu aðgengilegar með því að gera sér ferð á Landsbókasafnið, teljist ekki útgefnar í strangri merkingu orðsins. Í því tilviki má efast um 14. gr. eigi við nema ef maður getur fengið eintak, þá er það útgáfa. Með því að nálgast ritgerðirnar á Skemmunni geturðu fengið eintak og jafnvel ókeypis með því að hala því niður. Þú fengir líklega nokkurn veginn sömu svör ef þú hefðir samband við Wikimedia Foundation. Téð ákvörðun kennslunefndar Hugvísindasviðs ná ekki út fyrir skil nemenda á ritgerðum og geta ekki stjórnað notkun almennings á efninu, enda trompar 14. gr. höfundalaga slíkar beiðnir sem settar eru á grundvelli höfundaréttar þar sem hún er beinlínis sett í þeim tilgangi að vera takmörkun á höfundarétt. Myndir þú virða slíkar beiðnir ef það stæði í bókum, blöðum eða tímaritum að það væri bannað að vísa í þau nema gegn skriflegu leyfi? Meira að segja er vísað í jafningarýndar vísindagreinum frá Wikipedia sem er ekki hægt að nálgast nema gegn greiðslu. Þetta er langt frá því að vera langsótt túlkun hjá mér og langt frá því að vera vafaatriði hjá dómstólum. Ég hvet þig til þess að sýna lögfróðum aðila sem þú þekkir þessa umræðu og spyrja hann álits. -Svavar Kjarrval (spjall) 11. júlí 2013 kl. 12:49 (UTC)[svara]
Svavar, svo það sé á hreinu þá meinti ég að það væri yfir vafa hafið hvað meint væri með þessum tilmælum um höfundarrétt á vefsíðu Hugvísindasviðs. Ég endurtek að það megi vel vera að þau tilmæli héld ekki vatni fyrir dómstóli en við erum ekki dómstóllinn. Punkturinn hjá mér er að það væri dólgslegt af okkur af okkur að virða ekki tilmælin (a.m.k. þar til annað kemur í ljós og jafnvel þótt annað kæmi í ljós frá einhverjum dómstóli) ekki síst af því að þetta eru svo augljóslega skólaverkefni en ekki útgáfa í neinum venjulegum skilningi. Og, já, ég myndi virða svona tilmæli og geri það býsna oft, satt að segja, þegar mér er leyft að sjá og lesa eitthvað sem er ekki tilbúið; það gera meira og minna allir innan fræðasamfélagsins þegar efni er dreift — t.d. fjölfölduðu á ráðstefnu og opinberum fyrirlestrum — með orðunum „do not cite or circulate“. Það má vera að slík beiðni haldi ekki heldur vatni fyrir dómstóli en það væri dólgslegt að virða ekki beiðnina og maður yrði ekki vel séður af jafningjum sínum í fræðunum ef maður gerði það ekki. Af hverju ekki? Af því að það væri býsna ótillitssamt og engin knýjandi þörf á því hvort sem er. Mér finnst sjálfsagt að virða þetta hér líka meira að segja þótt það væri 100% vissa um að það væri leyfilegt að virða beiðnina að vettugi. Maður þarf ekki að gera allt sem maður má gera bara af því að maður má það. --Cessator (spjall)
Ég get vel skilið ef þú persónulega vilt virða ákvörðun þriðja aðila sem þú telur vera rétta en það er verður annað ef þú ferð að fjarlægja tengla á slíkar ritgerðir og tilvitnanir sem aðrir hafa sett inn. Þótt við séum ekki dómstóll getum við samt tekið ákvarðanir á grundvelli lagatúlkana sem byggja á almennri skynsemi þótt við vitum ekki um nauðalík mál sem dómstólar hafa tekið á. Með því að fjarlægja slíkar vísanir ertu óhjákvæmilega að taka að þér stöðu dómsvalds um einmitt þetta mál. Við erum greinilega ósammála um lagalegu stöðu þessarar ákvörðunar Hugvísindasviðs og það væri betra að útkljá þetta í Pottinum og/eða með fyrirspurn til WMF. -Svavar Kjarrval (spjall) 11. júlí 2013 kl. 15:11 (UTC)[svara]
Svavar, ég er nú ekki beint að leita uppi og hreinsa Wikipediu af öllum svona tenglum. Ég hef fjarlægt þennan og einn tvo aðra einhvern tímann ef ég hef rekist á þá og er núna að benda öðrum notanda — ekki þér — á þetta á spjallsíðu notandans (sem vill svo til að er háskólakennari og skilur kannski hvað ég er að fara með þessu). Þú sem ert að blanda þér í umræðuna (þetta er ekki þín spjallsíða og var ekki tengill sem þú settir inn sjálfur) ert kannski að gera meira veður út af þessu en efni standa til. En svona almennt og yfirleitt er ætlast til þess að fólk hafi þroska til að halda að sér höndum þegar því er leyft í trúnaði að sjá einhver skrif stundum og rjúki ekki til og notu þau sem heimildir. Mér finnst alveg að við gætum sýnt þann þroska hér á Wikipediu enda lítið Wikisamfélag og engin knýjandi þörf á að inklúdera þetta. Ég fæ á tilfinninguna — og það er kannski rangt metið hjá mér — en ég fæ á tilfinninguna að að þig nánast klæi í fingurna að gera þetta samt bara af því að þú ert fullviss um að þú megir það lagalega séð. Hér er dæmi um svona skrif sem ég tengi í núna rökræðunnar vegna. Teldir þú æskilegt að notendur Wikipediu notuðu svona skrif sem heimildir í greinum ef það væri alveg öruggt að það væri löglegt? Ég held að samdóma álit fræðasamfélagsins væri þá þetta hérna. --Cessator (spjall) 11. júlí 2013 kl. 15:24 (UTC)[svara]
Það sem ég er hræddur er fordæmið, og hef ekki mikil tengsl við málið sjálft. Ég hefði brugðist eins við hvort þú hefðir beint þessu að Salvöru eða á allt annan notanda. Þótt þú beinir þessu að Salvöru er þetta samt mál okkar allra. Þetta er einnig mál annarra sem gætu í framtíðinni viljað vísa í útgefnar ritgerðir nemenda á því sviði.
Með því að samþykkja þau rök sem lögð eru fram um að óskýr texti á allt annarri síðu (sem er n.b. ekki Skemman og það stendur meira að segja á vef Skemmunar að tilgangur hennar er að efnið fái útbreiðslu) heldur fram geti haft áhrif á það hvort það megi vísa í almennt aðgengilegt efni, þá er voðinn vís ef aðstaðan er misnotuð.
Ef síða ritgerðarinnar er skoðuð sést efst „Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það:“. Auk þess er ekkert í ritgerðinni sjálfri sem bannar tilvitnanir í það eða að vísa í það eða kveður á um skilyrði um það. Ég er hræddur um að þú hafir orðið fórnarlamb ‚quote mining‘ með því að vísa í ákvörðun sem hefur það að markmiði að stýra skilum nemendaverkefna til sviðsins (sjá 2. gr.). Í téðum reglum er alls engin ósk um að almenningur hætti að vitna í verk sem berast sviðinu og ef það væri ósk þeirra myndi vera texti hjá skemmusíðu ritgerða sem skilað er til sviðsins vera merktar með þeirri meintu ósk og/eða ritgerðirnar sjálfar. Viljir þú endilega halda því fram að þetta sé einlæg ósk sviðsins þarftu einnig að íhuga að sambærileg skilyrði eru sett fyrir MA ritgerðir, sbr. sömu síðu og þú vísaðir í. Einnig þarftu að lesa 10. gr. í heild en hún fjallar um notkun innan HÍ og þar að auki er tilvitnaði textinn að vísa til háskólans sjálfan, þ.e. kennara, annarra starfsmanna, og nemenda en alls ekki hins almenna borgara. Á eftir honum kemur texti að slíkar takmarkanir skulu koma fyrir fremst í ritgerðinni, en séu slíkar takmarkanir til staðar eru þær einfaldlega ekki gerðar aðgengilegar á Skemmunni. Sé þetta einlæg ósk sviðsins verð ég að segja að sviðið hefur nokkuð skrítnar leiðir til þess að kynna þær fyrir almenningi. Því tel ég að þetta sé misskilningur á sviði reglanna.
Ég get vel skilið óskir fræðasamfélagsins að vísa ekki í eða vitna í efni sem er ekki fullklárað og myndi virða það, sérstaklega þar sem slíkt væri í samræmi við helstu reglur Wikipediu, t.d. um áreiðanleika. Ef það á annað borð uppfyllir kröfurnar ættu slíkar óskir ekki að vera til fyrirstöðu, gefið að farið sé eftir lögum, þar á meðal höfundalögum. Fræðasamfélagið má þá alveg kalla mig ‚asshole‘ fyrir það. Vil líka taka það fram að mig klæjar ekkert að nota slíkt efni, eins og ýjað er að, og hef lítinn áhuga á því á þessari stundu.
Læt ég þetta nægja af þátttöku minni í þessum tilteknum umræðum á þessari síðu nema sérstakar ástæður krefjast endurkomu minnar. -Svavar Kjarrval (spjall) 11. júlí 2013 kl. 16:24 (UTC)[svara]
ég get ekki séð nein einustu rök að tengja ekki í BA ritgerðir. En það þarf ekki að vera undir heimildir. Það má vera undir tenglar. Sumar þeirra eru mjög góðar og það besta sem er til á íslensku og í mörgum tilvikum eina orðræðan um flókin mál sem er til á íslensku. Ég veit eiginlega ekki hver tilgangur er með íslensku wikipedíu ef það eru höft á því að vísa áfram í fræðilegt efni á íslensku. Ef þessar nemendaritgerðir eru aðgengilegar á Netinu og háskólinn getur bara haft þær á lokuðu svæði ef þar er enginn áhugi fyrir að fólki sé vísað á þetta efni. BA ritgerð er ekki góð heimild og vonandi verður meira aðgengilegt á NEtinu seinna en staðan er bara þannig í dag að fræðileg skrif á veflægu opnu formi eru ákaflega fátækleg. Ég fann reyndar í þessu tilviki seinna eftir töluverða leit greinar á opnu vefsvæði eftir Hjörleif þennan sem er aðalgaurinn varðandi skrif um lífvald. Það má alveg hafa það sem vinnureglu að forðast að vísa í BA ritgerðir nema þær séu sérstaklega góðar (sem mér virtist þessi vera) eða þær séu eina efnið. Málið er að það er alveg hægt að þýða upp úr ensku wikipedía en tyrfin fræðileg atriði verða á óskiljanlegu máli ef ekki eru notuð orð sem notuð eru í fræðasamfélaginu á Íslandi og þannig orðanotkun er einmitt í BA ritgerðum sem kennarar hafa farið yfir og væntanlega lagðt á ráðin með bestu orðanotkun. Besta fræðilega efnið á Íslandi eru svo doktorsritgerðir og MA ritgerðir. Megum við vísa til þeirra? Megum við ekki vísa í nýju MA ritgerðina hans Hrafns Malmquist sem einmitt fjallaði um þróun íslensku Wikipedíu? Ég lít svo á að þetta sé mál Háskólans og það verði bara að taka þessar ritgerðir út af opnum vefsvæðum ef það er vilji háskólans að enginn megi tengja í þetta efni. Það er engin, alls engin lagastoð sem háskólinn getur notað til að banna fólki að tengja. --Salvor (spjall) 10. júlí 2013 kl. 18:43 (UTC)[svara]
Ég segi bara eins og við Svavar að ofan: Háskólinn telur þetta ekki vera opinberlega útgefið efni. Þetta eru skólaverkefni sem er hægt að skoða en með ákveðnum skilyrðum. Áður fyrr voru verkefnin aðgengileg á 3ju hæð Landsbókasafns (og þar eru enn eldri verkefni geymd) en fólk fékk (og fær) bara að sjá þau gegn undirskrift og tekið er fram að það megi ekki nýta sér efni þeirra eða vitna í þau nema með skriflegu leyfi höfundar og leiðbeinanda. Það sama er nú tekið fram á netinu þegar verkefnin hafa verið sett á netið. Ágæti þessara verkefna allra er svo efni í aðra umræðu. Kannski héldi þetta ekki vatni fyrir dómstólum en við erum ekki dómstóllinn. --Cessator (spjall) 10. júlí 2013 kl. 21:13 (UTC)[svara]
Háskólinn má alveg hafa eigin skilgreiningu á hvað er útgefið efni og birta alls konar boð og bönn um hvernig eigi að umgangast vefefni frá háskólasamfélaginu. Slíkar vinnureglur geta haft gildi í háskólastarfi en Háskólinn hefur ekkert boðvald yfir þekkingarleit almennings og mér hefur reyndar frekar virst að háskólasamfélagið vilji eins og það getur styðja við fróðleiksfúsan almenning. Ég hef enda talið það einu ástæðuna fyrir að ritgerðir nemenda eru í opnum aðgangi (nemendur geta valið um hvort ritgerðir eru í opnum aðgangi þegar þeir skila þeim inn), það er hægðarleikur fyrir háskólann að loka aðgangi að ritgerðum fyrir öðrum en þeim sem eru inn á háskólanetinu, þannig aðgangur er að mörgum gagnaveitum. Ég hef litið svo á að það vilji til að þetta efni nái til almennings og enda tekið fram þar:
"Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn styður opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vinnur markvisst að því að vísindalegt efni verði sem víðast aðgengilegt, ekki síst niðurstöður rannsókna sem unnar eru fyrir opinbert fé." Þetta er rafrænt gagnasafn á sama hátt og önnur opin rafræn gagnasöfn eins og timarit.is, baekur.is og ýmsir aðrir gagnagrunnar t.d. um íslenskt mál.
Ég þekki reyndar ágætlega forsögu Skemmunnar því þetta verkefni var þróað af Kennaraháskólanum fyrir 2006 og nær núna yfir alla háskólana. Það var einmitt markmiðið með því að gera ritsmíðar nemenda aðgengilegar svo verk þeirra sem oft er mikil vinna lögð nýttust íslensku skólasamfélagi, ekki síst (en ekki eingöngu) öðrum kennaranemum. Mig minnir að það hafi einmitt verið sett fyrir mína ábendingu varanleg slóð/varanlegt auðkenni fyrir hverja ritgerð (ég kvartaði yfir því að það væri alltaf verið að flytja vefsvæðið, setja upp vefþjóna og taka niður og þá væru sífellt allar tengingar að verða óvirkar). Við hvert námsverkefni sem þarna er inni er nú vísun í þetta auðkenni efst á síðunni og þar stendur líka "Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það:" Nú segir þú að Háskólinn banni bæði að vitnað sé í nemendaritgerð og að það sé tengt í nemendaritgerð af öðrum vefsvæðum. Það er ansi langsótt að halda því fram. Ég leiðbeini stundum nemendum við heimildaleit/gerð heimildaskrár í EndNote og m.a. kenni þeim hvernig á að vísa í námsritgerðir sem og annað óútgefið efni. Wikipedia telst líka óútgefið efni skv. vinnureglum háskólasamfélags. Það er ekkert að því þó þar gildi aðrar reglur en varðandi efni sem ætlað er fyrir almenning, alfræðirit eins og Wikipedíu.
Þú virðist lesa bann við að tengt sé í námsritgerðir út frá þessari málsgrein á vefsíðu Hugvísindasviðs: "Reglur um höfundarrétt: Háskóla Íslands skal heimilt að nota ritgerðir nemenda til kennslu og vísa öðrum nemendum á þær sem heimildir svo framarlega sem höfundur og leiðbeinandi taki ekki annað fram. Óheimilt er þó að vitna til ritgerðanna eða nýta sér efni úr þeim í ritum sem gefin eru út fjölrituð eða prentuð nema fyrir liggi leyfi höfundar og leiðbeinanda. Samningur milli Hugvísindasviðs, höfundar og leiðbeinanda um hvort og hvernig megi nota ritgerðina skal liggja fyrir undirritaður fremst í ritgerðinni. Óheimilt er með öllu að nýta efni úr lokaritgerðum án þess að til þeirra sé vitnað með skýrum hætti."
Ég les mjög annað út úr þessu en þú, ég les að ef ég nýti eitthvað úr ritgerðinni í wikipedia grein þá verði ég að vitna í greinina. Ég les líka að það þurfi leyfi til að vísa til þeirra í fjölritum og prentuðu efni sem Wikipedia er ekki og ég geri ráð fyrir að það sé m.a. til að þessar ritgerðir sé ekki meðhöndlaðar sem vísindalegt efni og líka út af höfundarréttarsjónarmiðum, höfundur doktorsritgerðar vinnur venjulega einhverjar greinar til birtingar í viðurkenndum fræðilegum útgáfum og vill ekki að efnið sé birt í öðru samhengi. Í því tilviki að tengja neðst í íslenskum wikipediagreinum í námsrigerðir háskólanema á opnu vefsvæði er tilgangur Wikipedia greinarinnar að 1) skrifa skýran, réttan og gagnlegan texta sem lýsir fyrirbæri, texta sem er ekki frumheimildir 2) beina lesandanum áfram og vísa í gögn sem eru ekki bara texti m.a. myndir og slóðir. --Salvor (spjall) 11. júlí 2013 kl. 17:08 (UTC)[svara]
Auðvitað telst Wikipedia útgefið efni skv. vinnureglum háskólasamfélags. Því er hins vegar ekki ritstýrt og það fer ekki í gegnum blint jafningjamat svo það er ekki tæk fræðileg heimild fyrir háskólanema að nota. Já, ég les þessi tilmæli þarna þannig að beðið sé um að skrif þessi séu ekki notað í útgefnu efni (þ. á m. í alfræðiriti eins og Wikipediu) nema með skriflegu leyfi höfundar og leiðbeinanda, alveg eins og áður gilti um eldri námsritgerðir sem eru einungis aðgengilegar á 3ju hæð Landsbókasafns. Þær voru og eru líka aðgengilegar fróðleiksfúsum almenningi með ákveðnum skilyrðum og það varð engin sérstök stefnubreyting, held ég, um nýtingu verkefnanna þótt tæknin hafi breyst. Það er samhengið sem verður að taka með í reikninginn. Textinn á vefsíðu sviðsins og Skemman eru misgömul. Reyndar var allt heila klabbið ekki hugsað til enda í upphafi enda er deilt um það á sviðinu hvort BA-verkefni ættu yfirleitt að vera í opnum aðgangi og þá með hvaða rökum. Þau eru ekki rannsóknir unnar fyrir opinbert fé eins og rannsóknir kennara eru. Þær eru í sumum tilvikum tæplega rannsóknir í neinum alvarlegum skilningi. Raddir hafa heysrt um að opna bara fyrir verkefni sem hafa hlotið 1stu einkunn eða hærra en ekkert samkomulag er um slíkt. Eins og er geta nemendur ekki óskað eftir lokun nema sérstakar ástæður séu til þess. En það er eitt að leyfa fróðleiksfúsum almenningi að skoða skólaverkefni og annað nota þau sem heimildir. Ég les þessi tilmæli þarna sem beiðni um að það sé ekki gert í útgefnum verkum eins og þessu hérna alfræðiriti. Mér finnst sjálfsagt að virða það úr því að beðið er um það. Mér finnst svolítið skrítið að ykkur finnist það ekki líka. --Cessator (spjall) 11. júlí 2013 kl. 17:59 (UTC)[svara]

Hello Salvor

I would like to create Enrique Simonet but I cannot speak Icelandic

I see you did a great job with Antoni Tàpies, will you please make Enrique Simonet?

Maybe you can copy/translate from Enrique Simonet at Spanish wikipedia

Thank you very much

Best regards --188.86.157.155 3. ágúst 2014 kl. 14:57 (UTC)[svara]

An important message about renaming users

[breyta frumkóða]

Dear Salvor, My aplogies for writing in English. Please translate or have this translated for you if it will help. I am cross-posting this message to many places to make sure everyone who is a Wikimedia Foundation project bureaucrat receives a copy. If you are a bureaucrat on more than one wiki, you will receive this message on each wiki where you are a bureaucrat.

As you may have seen, work to perform the Wikimedia cluster-wide single-user login finalisation (SUL finalisation) is taking place. This may potentially effect your work as a local bureaucrat, so please read this message carefully.

Why is this happening? As currently stated at the global rename policy, a global account is a name linked to a single user across all Wikimedia wikis, with local accounts unified into a global collection. Previously, the only way to rename a unified user was to individually rename every local account. This was an extremely difficult and time-consuming task, both for stewards and for the users who had to initiate discussions with local bureaucrats (who perform local renames to date) on every wiki with available bureaucrats. The process took a very long time, since it's difficult to coordinate crosswiki renames among the projects and bureaucrats involved in individual projects.

The SUL finalisation will be taking place in stages, and one of the first stages will be to turn off Special:RenameUser locally. This needs to be done as soon as possible, on advice and input from Stewards and engineers for the project, so that no more accounts that are unified globally are broken by a local rename to usurp the global account name. Once this is done, the process of global name unification can begin. The date that has been chosen to turn off local renaming and shift over to entirely global renaming is 15 September 2014, or three weeks time from now. In place of local renames is a new tool, hosted on Meta, that allows for global renames on all wikis where the name is not registered will be deployed.

Your help is greatly needed during this process and going forward in the future if, as a bureaucrat, renaming users is something that you do or have an interest in participating in. The Wikimedia Stewards have set up, and are in charge of, a new community usergroup on Meta in order to share knowledge and work together on renaming accounts globally, called Global renamers. Stewards are in the process of creating documentation to help global renamers to get used to and learn more about global accounts and tools and Meta in general as well as the application format. As transparency is a valuable thing in our movement, the Stewards would like to have at least a brief public application period. If you are an experienced renamer as a local bureaucrat, the process of becoming a part of this group could take as little as 24 hours to complete. You, as a bureaucrat, should be able to apply for the global renamer right on Meta by the requests for global permissions page on 1 September, a week from now.

In the meantime please update your local page where users request renames to reflect this move to global renaming, and if there is a rename request and the user has edited more than one wiki with the name, please send them to the request page for a global rename.

Stewards greatly appreciate the trust local communities have in you and want to make this transition as easy as possible so that the two groups can start working together to ensure everyone has a unique login identity across Wikimedia projects. Completing this project will allow for long-desired universal tools like a global watchlist, global notifications and many, many more features to make work easier.

If you have any questions, comments or concerns about the SUL finalisation, read over the Help:Unified login page on Meta and leave a note on the talk page there, or on the talk page for global renamers. You can also contact me on my talk page on meta if you would like. I'm working as a bridge between Wikimedia Foundation Engineering and Product Development, Wikimedia Stewards, and you to assure that SUL finalisation goes as smoothly as possible; this is a community-driven process and I encourage you to work with the Stewards for our communities.

Thank you for your time. -- Keegan (WMF) talk 25. ágúst 2014 kl. 18:24 (UTC)[svara]

--This message was sent using MassMessage. Was there an error? Report it!

Wikimedia Commons logo

Hello! Sorry for writing in English. As you're an administrator here, please check the message I left on MediaWiki talk:Licenses and the village pump. Thanks, Nemo 18. september 2014 kl. 19:22 (UTC)[svara]

Thanks for using VisualEditor!

[breyta frumkóða]

Hi there, thanks a lot for using VE on is.wiki. I'm curious about this edit. I did a test myself to understand if there was a problem in adding the link, but the result looks ok. Do you remember exactly what you did? Thank you :) --Elitre (WMF) (spjall) 30. mars 2015 kl. 20:06 (UTC)[svara]

Gæðagreinar

[breyta frumkóða]

Ég hef tekið eftir því að tillögulistinn yfir gæðagreinar er orðinn frekar langur og langt síðan farið hefur verið yfir hann. Ég bætti sjálfur við tillögu í desember sem enginn hefur gert neinar athugasemdir við og sumar tillögurnar eru orðnar meira en árs gamlar. Datt í hug hvort það væri ekki hægt að taka smá skurk í að fara yfir þetta og kjósa um tillögurnar. Hef sent öðrum möppudýrum skilaboð en engin svör fengið. --Ice-72 (spjall) 8. apríl 2015 kl. 15:12 (UTC)[svara]

Greetings.

Could you create a long and detailed article about the prominent Turkish economist Dani Rodrik in Icelandic?

Thank you.

Little help

[breyta frumkóða]

Hi, could you help me with this request? Or could you tell me who could help? Sorry for the intromision and thanks in advance! Bye, --Elisardojm (spjall) 16. nóvember 2015 kl. 10:25 (UTC)[svara]

Share your experience and feedback as a Wikimedian in this global survey

[breyta frumkóða]
  1. This survey is primarily meant to get feedback on the Wikimedia Foundation's current work, not long-term strategy.
  2. Legal stuff: No purchase necessary. Must be the age of majority to participate. Sponsored by the Wikimedia Foundation located at 149 New Montgomery, San Francisco, CA, USA, 94105. Ends January 31, 2017. Void where prohibited. Click here for contest rules.

Your feedback matters: Final reminder to take the global Wikimedia survey

[breyta frumkóða]

(Sorry to write in English)

Umsókn TKSnaevarr um stöðu möppudýrs

[breyta frumkóða]

Daginn! TKSnaevarr lagði inn umsókn um stöðu möppudýrs fyrir nokkru en enn sem komið er hafa eingöngu tvö atkvæði borist. Ég ætla að láta öll möppudýr vita af þessu til að bæta þátttökuna í svona kosningum. Endilega greiddu atkvæði ef þú telur þig vera í stöðu til þess! Kær kveðja, Maxí (spjall) 18. febrúar 2018 kl. 20:37 (UTC)[svara]

Share your experience and feedback as a Wikimedian in this global survey

[breyta frumkóða]
WMF Surveys, 29. mars 2018 kl. 18:40 (UTC)[svara]

Reminder: Share your feedback in this Wikimedia survey

[breyta frumkóða]
WMF Surveys, 13. apríl 2018 kl. 01:38 (UTC)[svara]

Your feedback matters: Final reminder to take the global Wikimedia survey

[breyta frumkóða]
WMF Surveys, 20. apríl 2018 kl. 00:48 (UTC)[svara]

Undirflokkar

[breyta frumkóða]

Blessuð. Mundu að setja nýjar síður í flokka og búa flokka til ef þeir eru ekki fyrir hendi. Þú átt það til að búa til óflokkaðar síður. TKSnaevarr (spjall) 24. janúar 2019 kl. 17:54 (UTC)[svara]

[breyta frumkóða]

Hæ, hæ. Gætirðu gefið þína skoðun í titilspjallinu á síðunni sem þú gerðir um Pardido Popular? Ég myndi vilja færa titilinn á íslenska heitið, en ég myndi vilja heyra þitt álit. TKSnaevarr (spjall) 6. júlí 2019 kl. 20:03 (UTC)[svara]

Community Insights Survey

[breyta frumkóða]

RMaung (WMF) 9. september 2019 kl. 16:19 (UTC)[svara]

Reminder: Community Insights Survey

[breyta frumkóða]

RMaung (WMF) 20. september 2019 kl. 19:48 (UTC)[svara]

We sent you an e-mail

[breyta frumkóða]

Hello Salvor,

Really sorry for the inconvenience. This is a gentle note to request that you check your email. We sent you a message titled "The Community Insights survey is coming!". If you have questions, email surveys@wikimedia.org.

You can see my explanation here.

MediaWiki message delivery (spjall) 25. september 2020 kl. 18:52 (UTC)[svara]

How we will see unregistered users

[breyta frumkóða]

Hi!

You get this message because you are an admin on a Wikimedia wiki.

When someone edits a Wikimedia wiki without being logged in today, we show their IP address. As you may already know, we will not be able to do this in the future. This is a decision by the Wikimedia Foundation Legal department, because norms and regulations for privacy online have changed.

Instead of the IP we will show a masked identity. You as an admin will still be able to access the IP. There will also be a new user right for those who need to see the full IPs of unregistered users to fight vandalism, harassment and spam without being admins. Patrollers will also see part of the IP even without this user right. We are also working on better tools to help.

If you have not seen it before, you can read more on Meta. If you want to make sure you don’t miss technical changes on the Wikimedia wikis, you can subscribe to the weekly technical newsletter.

We have two suggested ways this identity could work. We would appreciate your feedback on which way you think would work best for you and your wiki, now and in the future. You can let us know on the talk page. You can write in your language. The suggestions were posted in October and we will decide after 17 January.

Thank you. /Johan (WMF)

4. janúar 2022 kl. 18:17 (UTC)

Breytingarárekstrar

[breyta frumkóða]

Datt í hug tvennt vegna breytingarárekstrana sem þú hefur lent í. Síðan 2018 þá hefur sýnilegi ritillinn og 2017 wikitexta ritilinn sjálfvirkt vistað breytingar. Ef þú opnar ritilinn aftur, eftir að annar aðili hefur breytt síðunni, þá færðu spurningu um hvort þú viljir endurvekja breytingarna þínar. Endurvakningin notar þessa sjálfvirku vistun. Þessu afriti er hent ef þú skoðar lesútgáfu síðunnar. (sjá phab:T57370 og phab:T190077) 2017 ritillinn er virkjaður í prufustillingunum.

Ef það hjálpar ekki, þá er til skrifta á meta:User:Bluedeck/source/edit-conflict.js sem lætur þig vita ef einhver hefur vistað breytingu á síðu sem þú ert sjálf að breyta. Snævar (spjall) 6. mars 2023 kl. 02:19 (UTC)[svara]

- Takk, ætla að athuga þetta. Er stundum æði pirrandi að missa út texta sem ég hef verið 1-2 klst að semja og kannski þurfta að fletta mörgu upp og vísa í heimildir sem er alltaf nákvæmnisverk, ég er reyndar frekar pirruð út í sjálfa mig fyrir að vinna svona beint í ritlinum, eitt hvað sem maður gerir af því maður er svo vanur umhverfi sem vistar sjálfkrafa. --Salvör Kristjana (spjall) 17. mars 2023 kl. 12:34 (UTC)[svara]