Kljásteinn
Útlit
Kljásteinn er steinn til að hengja neðan í uppistöðu í vef og halda henni strengdri.
Kljásteinar geta verið náttúrulegir steinar sem gat hefur verið gert í gegnum eða steinar sem gataðir voru frá náttúrunnar hendi. Kljásteinar finnast stundum margir saman í uppgröftum og er það talin vísbending um að þar hafi staðið vefstaður. Kljásteinavefstólar eða kljásteinsvefstaður eru þeir vefstólar nefndir sem notuðust við slíka steina. Slíkur vefstóll hefur einnig verið nefndur standvefstóll eða steinavefstóll. Það var danski vefstóllinn sem leysti kljásteinavefstólinn af hólmi.