Fara í innihald

Notandi:Thk76

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórarinn Jóhann Kristjánsson

[breyta | breyta frumkóða]
Vestmannaeyjar


San Diego Nov 2008


Ég er fæddur á Ljósvallagötu í Reykjavík 1964, en fluttist snemma til Vestmannaeyja þar sem ég ólst upp við frelsi sjávarplássins.


Ég hóf mína skólagöngu í Barnaskóla Vestmannaeyja 1970. Þaðan lá leið mín í ungt og ört stækkandi samfélag austan Elliðaár, Breiðholt. Þar lék ég knattspyrnu á malarvöllum, bæði hjá ÍR og Leikni. Ég lauk grunnskólaprófi frá Hólabrekkuskóla 1980 og gerðist svo áræðinn að taka leið 13, hraðferð milli Breiðholts og Lækjargötu, næstu 4 árin eða þangað til ég kláraði stúdentspróf af Náttúrufræðibraut I frá MR 1985. Skólagöngu minni lauk svo í bili með tveim vetrum í guðfræði og ensku við 1985-1987.


Ég hóf minn kennsluferil veturinn 1990-1991 er ég kenndi á heimavistarskólanum að Laugum í Sælingsdal. Ég kenndi í Gagnfræðaskóla Selfoss í þrjá vetur, 1991-1994. Þar afrekaði ég að kenna meðlimum Skítamórals, einni vinsælustu hljómsveit landsins.


Haustið 1994 tók ég mig upp og ferðaðist yfir þvera Bandaríkin með konu og 2 börn og settist að í San Diego á vesturströndinni. Þar var ég í 3 ár og lauk BS prófi í Tölvunarfræði frá National University 1997.


Þegar heim var komið starfaði ég eitt ár hjá fyrirtæki sem hét Landsteinar. Ég réði mig svo á tölvubraut Iðnskólans í Reykjavík og var þar í 11 vetur,1998-2008, eða þegar sá skóli sameinaðist Fjöltækniskólanum og úr varð Tækniskólinn. Með fullri kennslu gegndi ég 50% stöðu sviðsstjóra Tölvusviðs Iðnskólans 2001-2008. Ég fór svo með fjölskylduna í námsleyfi til Tidaholm í Svíþjóð veturinn 2007-2008.


Síðan 2008 hef verið kennari við Upplýsingatækniskóla Tækniskólans eða frá stofnun hans.


Í dag, vorið 2015, er ég í Meistaranámi á Menntavísindasviði HÍ.