Fara í innihald

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menntavísindasvið Háskóla Íslands er eitt fimm sviða innan Háskóla Íslands. Það menntar kennara fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga og þroskaþjálfa. Menntavísindasvið er að kjarna til Kennaraháskóli Íslands sem sameinaðist Háskóla Íslands 1. júlí 2008.

Nám á menntavísindasviði er ýmist staðbundið nám, fjarnám eða sveigjanlegt nám.

Menntavísindasvið hefur aðsetur í Stakkahlíð, Skipholti og Bolholti í Reykjavík og á Laugarvatni.

Aðalbygging Kennaraháskólans er við Stakkahlíð. Þar var tekin í notkun nýbyggingin Hamar árið 2002. Kennsla í list- og verkgreinum fer fram í Listgreinahúsi skólans í Skipholti 37. Skrifstofur margra kennara og stofnana innan skólans eru í Skipholti og Bolholti. Íþróttanám fer fram á Laugarvatni.

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.