Upptrekkt leikfang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Upptekkt leikfang af konu sem gengur og ýtir undan sér handvagni.
Upptrekkt leikfang af tveimur boxurum.
Upptrekkt leikfang af trúði sem spilar á trommu.

Upptrekkt leikfang er leikfang sem sem gengur fyrir upptrekktri fjöður og hreyfist þegar búið er að trekkja það upp. Árið 1509 bjó Leonardo da Vinci til upptrekkt ljón til að fagna Loðvík 12. konungi í Ítalíu. Upptrekkt leikföng voru í fyrstu aðeins fyrir hirð og aðal og voru stór flókin kerfi gíra og fjaðra. René Descartes reyndi að útbúa upptrekkt líkön til að styðja við kenningar sínar um að öll dýr væru flóknar vélar. Sagan segir að upptrekkt líkan af stúlku í fullri stærð hafi fundist í kistli hans á skipi þegar hann var á leið til Svíþjóðar en líkaninu verið fleygt fyrir borð að skipun skipstjórans. Áhugi á stórum flóknum upptrekktum vélum minnkaði með tímanum en fjöldaframleidd lítil, ódýr, upptrekkt leikföng urðu útbreidd um 1800. Leikfangaframleiðendur í Evrópu fjöldaframleiddu fyrstu upptrekktu leikföngin í kringum 1880. Margs konar hönnun var þróuð. Nokkuð lát var á þróun upptrekkta leikfanga þegar fyrstu ódýru Alkaline rafhlöðurnar komu um 1960 en þá gátu vélar hreyfst án þess að fyrir hendi væri upptrekkibúnaður. Vinsældir upptrekktra fjöldaframleiddra leikfanga döluðu. Árið 1977 framleiddi japanska fyrirtækið Tomy vélmenni sem gat gengið og var gert alfarið úr plastefnum. Það gerði mögulegt að minnka stærð gírkassa sem geymir fjöður.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]