Fara í innihald

Tvíkynhneigð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni tvíkynhneigðra

Tvíkynhneigð er kynhneigð sem felst í því að laðast að tveimur eða fleiri kynjum. Hugtakið á oftast við um fólk sem laðast að konum og körlum en getur einnig átt við um til dæmis karla sem laðast bæði að konum og trans fólki utan kynjatvíhyggjunnar. Algengur misskilningur varðandi tvíkynhneigð er að tvíkynhneigt fólk hrífist nákvæmlega jafn mikið af konum og körlum. Vissulega getur það verið raunin en margt tvíkynhneigt fólk hrífst oftar, og jafnvel aðallega, að annaðhvort konum eða körlum en er samt tvíkynhneigt.[1]


Fáni tvíkynhneigðra er bleikur að ofan, fjólublár í miðjunni og blár að neðan. Bleiki liturinn merkir að laðast að því sem er ekki andstæða kynið, fjóliblái merkir margkynhneigð og blái liturinn merkir að laðast að andstæða kyninu.

Tunglin Tvö



Svo eru líka tákn sem merkja tvíkynhneigð, eins og þríhyrningarnir tveir og tunglin tvö.


Þríhyrningarnir tveir er tvíkynhneigða útgáfan af bleika þríhyrningnum, sem merkir samkynhneigð. Ekki er samt oft notað þríhyrninga merkið vegna uppruna táknsins. Tunglin tvö eru eitt af þekktustu táknunum sem merkja tvíkynhneigð, merkið var skapað árið 1998 af Vivian Wagner með tilganginn í huga að vera notað í staðinn fyrir þríhyrninganna.

Þríhyrningarnir Tveir




  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Hinsegin frá Ö til A“.