Tunguhreppur
Útlit
Tunguhreppur, einnig nefndur Hróarstunguhreppur, var hreppur í Norður-Múlasýslu, kenndur við sveitina Hróarstungu milli Jökulsár á Brú og Lagarfljóts.
Hreppurinn varð til, ásamt Fellahreppi, þegar Tungu- og Fellnahreppi var skipt í tvennt á 19. öld.
Hinn 27. desember 1997 sameinaðist Tunguhreppur Jökuldalshreppi og Hlíðarhreppi, undir nafninu Norður-Hérað, sem síðan varð hluti Fljótsdalshéraðs árið 2004. Sveitarfélagið Múlaþing varð síðan til árið 2020 við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar [1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Takast á fyrir sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi Rúv, skoðað 16. desember 2020.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.