Tungufljót (Árnessýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tungufljót er lindá í Biskupstungum sem kemur ofan af Haukadalsheiði. Tungufljót rennur í Hvítá fyrir neðan bæinn Bræðratungu. Verður hún til úr mörgum litlum lindám en seinnipart sumars getur hún verið jökullituð af vatni úr Sandvatni.

Á ánni eru þrjár brýr, sú elsta rétt fyrir ofan fossinn Faxa en hin yngri mun ofar, eða við bæinn Brú. Yfir hana fer vegurinn milli Geysis og Gullfoss. Yngsta brúin var opnuð 1991 og er rétt ofan við Reykholt í landi Fells og Króks. Hún stytti vegalengdir úr Bræðratunguhverfi í næsta þéttbýliskjarna, Reykholt, um 17 kílómetra.