Tungljurt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Tungljurt
Botrychium lunaria (Vanoise).JPG
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Burknar (Pteridophyta)
Flokkur: Psilotopsida
Ættbálkur: Ophioglossales
Ætt: Naðurtunguætt (Ophioglossaceae)
Ættkvísl: Botrychium
Tegund: Tungljurt
Tvínefni
Botrychium lunaria
(L.) Sw.

Tungljurt eða lásagras (fræðiheiti: Botrychium lunaria) er burkni af naðurtunguætt sem vex um alla Evrasíu og frá Alaska til Grænlands sem og á suðurhveli jarðar, s.s. í Suður-Ameríku og Ástralíu. Tungljurtin ber eitt blað sem skipist í geldan og gróberandi hluta. Neðri hlutinn er geldur og á honum eru hálfmánalaga smáblöð, mjög þéttstæð. Þessi smáblöð eru 0,5 til 1 sm á lengd en 1 til 1,5 sm á breidd. Efri hlutinn er gróberandi og ber 2 til 6 sm langan klasa af gróhirslum.

Tungljurt vex í þurrlendi – aðallega í mó- og vallendi.

Samkvæmt íslenskri þjóðtrú hét tungljurt áður lásagras og átti hún að geta opnað læsta lása væri hún borin upp að þeim. Einnig var sú trú að ef hestar stigu á tungljurt myndi detta undan þeim skeifa.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist