Tucker Carlson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tucker Carlson
Tucker Carlson
Fæddur Tucker McNear Carlson
16. maí 1969 (1969-05-16) (52 ára)
San Francisco, Kaliforníu, BNA
Þjóðerni Bandarískur
Starf/staða Sjónvarpsmaður
Stjórnmálaflokkur Repúblikani

Tucker Swanson McNear Carlson[1] (fæddur 16. maí 1969)[2] er bandarískur íhaldsmaður, sjónvarpsmaður, stjórnmálaskýrandi og rithöfundur. Carlson starfaði fyrir ýmsar sjónvarpsstöðvar, þar á meðal CNN og MSNBC, þar til hann byrjaði sem stjórnmálaskýrandi fyrir Fox News árið 2009.[3] Hann hefur stjórnað pólitíska umræðuþættinum Tucker Carlson Tonight á Fox News síðan 14. nóvember 2016.

Tucker Carlson Tonight[breyta | breyta frumkóða]

Frá og með árinu 2020 hefur Tucker Carlson Tonight verið með stærsta áhorfendahópinn af öllum fréttaþáttum í Bandaríkjunum.[4] Í þáttunum hefur Tucker Carlson sagt álit sitt á stjórnmálum, innflytjendum, þungunarrofi, kynþáttaátökum, utanríkisstefnu Bandaríkjanna, ásamt ýmsu öðru, sem hefur valdið miklum deilum.[5][6] Hann hefur opinberlega talað gegn stefnu vinstrimanna og lýst sér sem stuðningsmanni hægri popúlista.[7] Samtökin Politico hafa lýst Tucker Carlson sem einum áhrifamesta talsmanni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og stjórnmálastefnu hans.[8] Donald Trump hefur viðurkennt að hann horfi reglulega á Tucker Carslon Tonight og það er vitað að álit Tuckers Carlsons hefur haft áhrif á ákvarðanir og stefnu Trumps.[9]

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Tucker Carlson var upphaflega talsmaður frjálslyndrar efnahagsstefnu en nú myndi hann hins vegar gagnrýna hugmyndafræði frjálslyndra og kalla hana verkfæri elítunnar til að ræna auði Bandaríkjamanna.[10] Carlson gerðist virkur fylgismaður verndarstefnunnar sem byggist á þeim grundvelli að Bandaríkin hafi tapað á því að taka virkan þátt í alþjóðamálum og viðskiptum og ættu þar af leiðandi að draga sig til baka á alþjóðavettvangi. Carlson hefur talað gegn frjálsri verslun og innrásum Bandaríkjanna í Miðausturlönd.[11][12]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Plott, Elaina (15. desember 2019). „What Does Tucker Carlson Believe?“. The Atlantic (enska). Sótt 17. nóvember 2020.
 2. „Tucker Carlson“. directtv.
 3. Hagey, Keach 10. júní 2020, „WSJ News Exclusive | Fox News Host Tucker Carlson Leaves the Daily Caller". Wall Street Journal. (en-US) ISSN 0099-9660 Skoðað 17. nóvember 2020.
 4. Joyella, Mark. „Tucker Carlson Has Highest-Rated Program In Cable News History“. Forbes (enska). Sótt 17. nóvember 2020.
 5. „Tucker Carlson's Weekly TV Ratings Rise Despite Boycotts“. TheWrap (enska). 19. mars 2019. Sótt 17. nóvember 2020.
 6. Business, Brian Stelter, CNN. „Tucker Carlson ad boycott causes headaches for Fox News“. CNN. Sótt 17. nóvember 2020.
 7. Coppins, McKay (23. febrúar 2017). „Tucker Carlson: The Bow-Tied Bard of Populism“. The Atlantic (enska). Sótt 17. nóvember 2020.
 8. Thompson, Alex. „Tucker Carlson 2024? The GOP is buzzing“. POLITICO (enska). Sótt 17. nóvember 2020.
 9. Baker, Peter; Haberman, Maggie og Gibbons-Neff, Thomas 22. júní 2019, „Urged to Launch an Attack, Trump Listened to the Skeptics Who Said It Would Be a Costly Mistake (Published 2019)". The New York Times. (en-US) ISSN 0362-4331 Skoðað 17. nóvember 2020.
 10. „Tucker Carlson thinks libertarians run the economy. That's news to Ron Paul“. Washington Examiner (enska). 7. júní 2019. Sótt 17. nóvember 2020.
 11. Plott, Elaina (15. desember 2019). „What Does Tucker Carlson Believe?“. The Atlantic (enska). Sótt 17. nóvember 2020.
 12. „Republican Convention: Tucker Carlson (washingtonpost.com)“. www.washingtonpost.com. Sótt 17. nóvember 2020.