Fara í innihald

Truenorth

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Truenorth er íslenskt kvikmyndafyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við framleiðslu kvikmynda á Íslandi og einnig á Grænlandi og í Noregi. Fyrirtækið var stofnað árið 2003 og hefur veitt þjónustu við framleiðslu ýmissa kvikmynda, sjónvarpsþátta, auglýsinga, tónlistarmyndbanda og ljósmyndataka.[1]

Meðal þeirra stórmynda sem Truenorth hefur veitt þjónustu fyrir á Íslandi eru Batman Begins, Flags of Our Fathers, Die Another Day, Lara Croft: Tomb Raider, Prometheus, Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty, Thor: The Dark World og Sense8.

Árið 2022 tók fyrirtækið að sér stærsta verkefnið til þessa fyrir þættina True Detective með Jodie Foster.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „TRUENORTH – Film Production and Event Management in Iceland » Company“ (enska). Sótt 10. apríl 2019.