Traustur og Tryggur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Traustur og Tryggur er skemmtiefni á hljóðsnældum fyrir börn. Þættirnir fjalla um hundana í Rakkavík. Aðalpersónurnar eru tveir hundar, hinn greindi Traustur og hinn fljótfæri Tryggur. Allar persónur Rakkavíkur eru leiknar af Felixi Bergssyni, Gunnari Helgasyni og Brynhildi Guðjónsdóttur. Þættirnir eru fullir af skemmtiefni sem um leið er þroskandi kennsluefni fyrir börn. Meðal þess sem fjallað er um á snældunum eru lygar og svik, vinátta og virðing og hvernig líta eigi til lífsins af vináttu og virðingu, en að forðast beri lygar og svik. Inn í söguna er fléttað lögum og er þá oft um að ræða vinsæl erlend dægurlög sem þýdd hafa verið á íslensku, eins og t.d. Everybody was Kung Fu fighting og Wannbe. Það voru 21 þættir gefnir út á geisladisk.

Þættirnir(óklárað)[breyta | breyta frumkóða]

Nöfn þáttanna[breyta | breyta frumkóða]

  • 1. Tiltektardagur í Rakkavík
  • 2. Kapphlaupið
  • 3. Vinir í veiðiferð
  • 4. Ófreskjan ógurlega
  • 5. Kattafárið
  • 6. Beinaránið
  • 7. Eldfjallið vaknar
  • 8. Sælgætisgrísir
  • 9. Reykjarsvæla
  • 10. Vinir í vanda
  • 11. Afmælisveislan
  • 12. Jól í Kattalandi
  • 13. Söngur úlfanna
  • 14. Gullborgin
  • 15. Eldur í Rakkavík
  • 16. Skólaskemmtunin
  • 17. Aprílgabbið
  • 18. Spádómurinn
  • 19. Sígaunahundarnir
  • 20 Hundaræningjar í Rakkavík

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

  • Traustur
  • Tryggur
  • Vaskur
  • Snoppa - er talandi íslenskur fjárhundur og er besta vinkona Tryggs,.. Þau Snoppa og Tryggur leika sér oft saman í Lassý-leik og Kisó og hafa lent í ófáum ævintýrum.
  • Nebbi
  • Fífí
  • Váli
  • Durgur
  • Gormur
  • Boli
  • Polli
  • Týra Borgarstýra
  • Kolli kolamoli
  • Esmeralda spákona
  • JK Jólakötturinn
  • Mýsjó
  • Franjó
  • Whang-hó
  • Ah-búbú
  • Ah-med
  • Blóðtönn
  • Risakjaftur

Hefðir í Rakkavík[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]