Fara í innihald

Emoji

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tjákn)
Emoji úr Noto leturgerðinni

Emoji (íslensk nýyrði: tjákn, lyndistákn, tjásur eða tjáslur) eru stafrænar táknmyndir sem bætt er við skilaboð í rafrænum samskiptum eins og smáskilaboðumum og samfélagsmiðlum til þess að tjá ákveðnar hugmyndir eða tilfinningar. Til eru margvíslegar gerðir af emojium, svo sem ýmis andlitssvipbrigði, algengir hlutir, þekktir staði, veðrabrygði og dýr.

Líkindi við broskarla

[breyta | breyta frumkóða]

Emoji eru að mörgu leiti lík broskörlum að því leiti að þeim er ættlað að bæta táknum við skrifað mál. En þau eru ólík þeim að því leiti að um raunverulegar myndir eða tákn er að ræða á meðan broskarlar eru myndaðir með því að setja saman þegar þekkt leturtákn og skapa með því nýja merkingu leturtáknanna. Þekktasta dæmi broskarla er sjálfsagt sjálfur broskarlinn sem er settur saman af tvípunkti : og hægri sviga ) svo úr verður :) sem telja megi vera hinn eiginlega broskarl sem nafnið er dregið af.

Uppruni orðsins

[breyta | breyta frumkóða]

Upprunalega kemur orðið emoji úr japönsku og er samsetning e (j. 絵, ísl. mynd) og moji (j. 文字, ísl. "tákn"); Líkindi við ensku orðin emotion (ísl. tilfinning) and emoticon (ísl. broskarl) er hrein tilviljun. Emoji tilheyra ISO staðlinum ISO 15924 sem Zsye.

Uppruna emojia má rekja til japanskra farsímastýrikerfa sem innleiddu þau árið 1997. Þau urðu síðan sífellt vinsælli um allan heim á fyrsta tug þessarar aldar eftir að þeim var jafnt og þétt bætt við fleiri og fleiri farsímastýrikerfi utan Japans. Í dag eru þau orðin með vinsælli hlutum í vestrænni menningu. Árið 2015 útnefndi Oxford orðabókin hinn gráthlægilega „😂“ sem orð ársins.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.