Fara í innihald

Laxárdalur (Skagafirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laxárdalur er dalur sem liggur vestan við Tindastól í Skagafjarðarsýslu og er hann um 14 km langur. Hann liggur út að sjó norðan við Tindastól og heitir þar Sævarlandsvík. Utan við Laxárdal tekur Skaginn við.

Dalurinn liggur nær beint í suður inn með Tindastól en vestan við hann eru lág fell og hálsar. Hann beygir svo til suðvesturs og þrengist. Um dalinn rennur áin Laxá, sem á upptök sín í Hryggjafjalli á Staðarfjöllum. Á Laxárdal voru nokkrir bæir og eru fáeinir enn í byggð en aðrir farnir í eyði. Hvammur í Laxárdal var kirkjustaður og prestssetur og á að hafa verið landnámsjörð Eilífs arnar, sem nam Laxárdal að því er segir í Landnámabók.

Laxárdalur er nú mun fjölfarnari en áður, eftir að vegurinn um Þverárfjall var byggður upp, en hann liggur um Laxárdal og Gönguskörð til Sauðárkróks.

Bæir[breyta | breyta frumkóða]

í byggð[breyta | breyta frumkóða]

í eyði[breyta | breyta frumkóða]