Fara í innihald

WarnerMedia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Time Warner)
WarnerMEdia Center í New York-borg.

WarnerMedia (áður AOL Time Warner og Time Warner) er bandarísk fjölmiðlasamsteypa sem varð til við samruna Warner Communications og Time Inc. árið 1989. Fyrirtækið rekur sjónvarpsstöðvar, kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og útgáfufyrirtæki. Meðal dótturfyrirtækja Time Warner eru New Line Cinema, Time Inc., HBO, Turner Broadcasting System, The CW Television Network, TheWB.com, Warner Bros., Kids' WB, Cartoon Network, Boomerang, Adult Swim, CNN, DC Comics, Warner Bros. Animation, Cartoon Network Studios og Castle Rock Entertainment. Stjórnarformaður er Jeffrey Bewkes.

1996 sameinaðist Time Warner fyrirtæki Ted Turner, Turner Broadcasting System (sem átti meðal annars bæði CNN og Cartoon Network) og Ted Turner varð varaformaður stjórnar sameinaðs fyrirtækis.

Fyrirtækið átti aðild að stærsta fyrirtækjasamruna sögunnar árið 2000 þegar það sameinaðist netþjónustufyrirtækinu America Online. Einn stofnenda AOL, Steve Case, varð stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis. Samruninn leiddi þó ekki til væntra samlegðaráhrifa. Þegar netbólan sprakk hrundi hlutabréfaverð í fyrirtækinu. Eftir stjórnarskipti árið 2003 var „AOL“ tekið út úr nafni fyrirtækisins. Árið 2009 var America Online síðan skilið frá samsteypunni.

Hinn 14. júní 2018 hefur Time Warner verið nýtt sem WarnerMedia eftir kaup á AT&T.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.