Theodor Wisén

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Theodor Wisén (1835-1892).

Theodor Wisén, (31. mars 183515. febrúar 1892), var prófessor í norrænum málum við Háskólann í Lundi og rektor skólans 1876–1877 og 1885–1891. Hann átti sæti í Sænsku akademíunni 1878–1892 (sæti 5).

Wisén var nokkur frumkvöðull í norrænni textafræði. Hann lagði sérstaka stund á íslenska tungu og benti á nauðsyn þess að hafa góða þekkingu á norrænu og sögu norrænna mála til að fá fullan skilning á nútíma sænsku.

Sem fulltrúi í Sænsku akademíunni átti Wisén frumkvæði að því að koma aftur af stað vinnu við Orðabók Sænsku akademíunnar, sem legið hafði niðri um hríð, og átti hann hlut að því að ritstjórn hennar var flutt til Lundar.

Þó að mikill fengur væri að útgáfu Wiséns á Íslensku hómilíubókinni, 1872, leiddi hún af sér ritdeilu við Ludvig Larsson, sem gagnrýndi hana fyrir skort á nákvæmni. Síðari rannsóknir hafa staðfest það, sjá t.d. formála Andreu van Arkel de Leeuw van Weenen fyrir ljósprentun bókarinnar, Reykjavík 1993.

Nokkur rit[breyta | breyta frumkóða]

  • Textkritiska anmärkningar til den Stockholmska homilieboken, Lund 1887, 47 s.
  • Några ord om den Stockholmska Homilieboken: ett genmäle, Lund 1888, 38 s.
Útgáfur
  • Homiliu-bók: isländska homilier efter en handskrift från tolfte århundradet, Lund 1872.
  • Riddara rímur, Köpenhamn 1881. — Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, rit 4.
  • Carmina norræna 1–2, Lundæ 1886–1889.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]