Fara í innihald

The Sims

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Sims
The Sims
Merki „The Sims“ seríunnar (2014–nú)
Framleiðsla Maxis
Útgáfustarfsemi Electronic Arts
Tegund
 • Lífhermir
 • samfélagshermir
Sköpun
Hönnun Will Wright
Tæknileg gögn
Leikjatölva
Opinber vefsíða

The Sims er tölvuleikjasería sem er framleidd af Maxis og gefin út af Electronic Arts. Leikir seríunnar hafa verið seldir í tæplega 200 milljónum eintaka um allan heim og er ein af mest seldu tölvuleikjaseríum allra tíma.[1]

Leikirnir í Sims seríunni eru að mestu leyti sandkassaleikir, á þann hátt að þá skortir skilgreind markmið (en sumar viðbætur við leikinn og útgáfur fyrir leikjatölvur hafa bætt þeim leikstíl við leikinn). Leikmaðurinn býr til fólk sem kallast „sims“, setur þau í hús og hjálpar til við að stýra skapi þeirra og fullnægja óskum þeirra. Leikmenn geta annað hvort sett simsana sína í fyrirframbyggð hús eða byggt húsin sjálf. Hver aukapakki og nýr leikur í seríunni breytir því hvað leikmenn geta gert við simsana sína.

The Sims serían er hluti af stærri Sim seríunni, sem hófst árið 1989 með leiknum SimCity.

Þróun[breyta | breyta frumkóða]

Will Wright

Hönnuður leiksins, Will Wright fékk innblástur til að búa til „sýndar-dúkkuhús“ eftir að hafa misst heimilið sitt í Oakland-eldsvoðanum árið 1991 og þurft að endurbyggja líf sitt.[2][3]

Að skipta um heimili og aðrar eigur sínar fékk hann til að hugsa um að aðlaga þessa lífsreynslu sína að tölvuleik. Þegar Wright bar hugmyndir sínar upp hjá stjórn Maxis voru þau efins og gáfu verkefninu lítinn stuðning og lítið fjármagn. Electronic Arts keypti Maxis árið 1997, og var stjórn Electronic Arts mun móttækilegri hugmyndinni. SimCity hafði náð miklum árangri hjá þeim, og þau sáu fyrir möguleika á að byggja upp sterka Sim seríu.[2]

Wright hefur sagt að The Sims hafi verið ætlað sem ádeila á bandaríska neyslumenningu. Wright tók hugmyndir frá þarfapíramída bandaríska sálfræðingsins Abraham Maslow og vísindaritinu hans A Theory of Human Motivation frá 1943, A Pattern Language, bók um byggingarlist og þéttbýlishönnun, og Maps of the Mind, bók eftir Charles Hampden-Turner, til að þróa líkan fyrir gervigreind leiksins.

Leikir[breyta | breyta frumkóða]

Tímalína útgáfu
Helstu titlar eru feitletraðir
2000 The Sims
2001
2002 The Sims Online
2003 The Sims Bustin' Out
2004 The Sims 2
The Urbz: Sims in the City
2005
2006
2007 The Sims Life Stories
The Sims Pet Stories
2008 The Sims Castaway Stories
2009 The Sims 3
2010
2011 The Sims Medieval
The Sims Social
The Sims FreePlay
2012
2013
2014 The Sims 4
2015
2016
2017
2018 The Sims Mobile

The Sims (2000)[breyta | breyta frumkóða]

The Sims var fyrsti leikurinn í seríunni. Leikurinn var framleiddur af Maxis og gefinn út af Electronic Arts fyrir Microsoft Windows stýrikerfið 4. febrúar 2000.[4]

Sjö stækkunarpakkar og tvær lúxus-útgáfur voru gefnar út. Þann 22. mars 2002 hafði The Sims selst í meira en 6,3 milljónum eintaka um allan heim og fór þá fram út Myst sem mest seldi PC tölvuleikur sögunnar á þeim tíma.[5] Þegar talað er um fyrstu kynslóðina af The Sims er átt við upprunalega leikinn, alla sjö stækkunarpakkana og tvær lúxus-útgáfurnar. Maxis framleiddi allar PC útgáfur. Í febrúar 2005 hafði leikurinn selst í 16 milljónum eintaka um allan heim.[6]

The Sims fékk sjö stækkunarpakka:

 • Livin' Large
 • House Party
 • Hot Date
 • Vacation
 • Unleashed
 • Superstar
 • Makin' Magic

The Sims 2 (2004)[breyta | breyta frumkóða]

Þann 14. september 2004 gaf Electronic Arts The Sims 2. Leikurinn var framleiddur af Mmaxis. Leikurinn gerist í fullri þrívídd, ólíkt fyrri leiknum þar sem þrívíddin var takmörkuð. Simsarnir fara í gegnum sjö æviskeið, frá barnæsku til elli og deyja svo. Annar stór nýr eiginleiki leiksins er lífsmarkmiðakerfið. Hver sims sýnir þrár og ótta í samræmi við lífsmarkmið sín og persónuleika. Þar af leiðandi ákvarðar staðan á lífsmarkmiða-mælinum skilvirkni persónunnar á að ljúka verkefnum sínum. Þegar persónan uppfillir þrár sínar fær hún lífsmarkmiða-stig, sem hægt er að nota til að kaupa verðlaun. Í leiknum eru einnig vikudagar, með helgum þar sem börn fá frí úr skóla og fullorðnir geta fengið frí frá vinnu.

Leikurinn gerist um 25 árum eftir fyrsta leikinn. Dæmi sem má finna í leiknum er að Goth-fjölskyldan hefur elst töluvert og Bella Goth hefur horfið á dularfullan hátt. Leikurinn var búinn til frá grunni þess vegna er ekki hægt að nota neitt efni frá fyrstu kynslóðinni í The Sims 2. Hins vegar voru sumir hlutir og eiginleikar frá þeirri fyrstu endurgerðir fyrir The Sims 2.

Átta stækkunarpakkar og níu „hluta-pakkar“ voru gefnir út fyrir The Sims 2. Yfir 400 hlutir voru einnig gefnir út fyrir leikinn í gegnum The Sims 2 Store.

The Sims 2 fékk átta stækkunarpakka:

 • University
 • Nightlife
 • Open for Business
 • Pets
 • Seasons
 • Bon Voyage
 • FreeTime
 • Apartment Life

The Sims 3 (2009)[breyta | breyta frumkóða]

Þann 2. júní 2009 gaf Electronic Arts The Sims 3.[7] Leikurinn var tilkynntur af Electronic Arts í nóvember 2006. Leikurinn gerist 25 árum fyrir The Sims eru hverfi leiksins opin. Verkfæri sem leikmenn fá til sköpunnar hafa verið bætt og óskum og markmiðum hafa einnig verið bætt við. Leikurinn kynnti nýtt form leikja sem stjórnað var með litlum markmiðum sem voru kynnt sem tækifæri fyrir leikmanninn til að elta eða hafna. The Sims 3 seldist í 1,4 milljónum eintaka fyrstu vikuna, sem gerði það stærstu útgáfu í sögu PC leikja á þeim tíma.[8]

The Sims 3 gerist 25 árum á undan The Sims. Til dæmis er Goth-fjölskyldan mun yngri og Bella Goth, sem var fullorðinn í fyrsta leiknum, er barn og heitir Bella Bachelor.

Ellefu stækkunarpakkar og níu „hluta-pakkar“ voru gefnir út fyrir The Sims 3. Að auki, eru margir hlutir í boði á netinu fyrir viðbótargjald á The Sims 3 Store.

The Sims 3 fékk ellefu stækkunarpakka:

 • World Adventures
 • Ambitions
 • Late Night
 • Generations
 • Pets
 • Showtime
 • Supernatural
 • Seasons
 • University Life
 • Island Paradise
 • Into the Future

The Sims 4 (2014)[breyta | breyta frumkóða]

Electronic Arts tilkynnti The Sims 4 þann 6. maí 2013.[9] Í tilkynningunni var sagt að leikurinn væri í framleiðslu hjá Maxis. The Sims 4 gerist í annari tímalínu en fyrri leikir seríunnar. Seinna árið 2014 voru frekari upplýsingar um eiginleika og spilamennsku tilkynntar. Leikurinn var gefinn út 2. september 2014.

Til og með júní 2023 hafa fjórtán „stækkunarpakkar“, tólf „leikja-pakkar“, átján „hluta-pakkar“ og tuttugu og eitt „kit“ verið gefin út. Við útgáfu leiksins voru ýmsir eiginleikar frá fyrri leikjum sem skorti, eins og kjallarar, draugar, sundlaugar, smábörn o.fl., en því hefur verið bætt við með reglulegumm uppfærslum á leiknum. Grunnleikurinn The Sims 4 var gerður ókeypis þann 18. október 2022.[10][11]

The Sims 4 hefur fengið fjórtán „stækkunarpakka“ hingað til:

 • Get to Work
 • Get Together
 • City Living
 • Cats & Dogs
 • Seasons
 • Get Famous
 • Island Living
 • Discover University
 • Eco Lifestyle
 • Snowy Escape
 • Cottage Living
 • High School Years
 • Growing Together
 • Horse Ranch

The Sims 4 hefur einnig fengið tólf „leikja-pakka“ hingað til:

 • Outdoor Retreat
 • Spa Day
 • Dine Out
 • Vampires
 • Parenthood
 • Jungle Adventure
 • StrangerVille
 • Realm of Magic
 • Star Wars: Journey to Batuu
 • Dream Home Decorator
 • My Wedding Stories
 • Werewolves

Project Rene (óútgefið)[breyta | breyta frumkóða]

Þann 18. október 2022 tilkynnti Maxis að þau væru að vinna að næstu kynslóð af The Sims. Verkefnið kallast „Project Rene“. Leikurinn mun gera leikmönnum kleift að spila einir eða saman. Maxis hefur sagt að þau væru enn að vinna að þessum leik og muni gefa fleiri upplýsingar síðar.[12][13]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Rhinewald, Shane; McElrath-Hart, Noelle (5. maí 2016). „2016 World Video Game Hall of Fame Inductees Announced“. Strong National Museum of Play. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. febrúar 2017. Sótt 3. febrúar 2017.
 2. 2,0 2,1 Seabrook, John (6. nóvember 2006). „Game Master: Will Wright changed the concept of video games with The Sims. Can he do it again with Spore?“. The New Yorker. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. nóvember 2014. Sótt 20. desember 2014.
 3. Taylor, Tracey (17. október 2011). „Will Wright: Inspired to make The Sims after losing a home“. Berkeleyside. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. desember 2014. Sótt 20. desember 2014.
 4. „EA's Groundbreaking Franchise The Sims Turns Ten“. Redwood City: Electronic Arts. Business Wire. 4. febrúar 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. janúar 2020. Sótt 25. janúar 2020.
 5. Walker, Trey (22. mars 2002). „The Sims overtakes Myst“. GameSpot. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. desember 2013. Sótt 3. desember 2013.
 6. „The Sims Franchise Celebrates Its Fifth Anniversary and Continues to Break Records“. Electronic Arts. 7. febrúar 2005. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. september 2008. Sótt 8. október 2008.
 7. „The Sims 3“. Metacritic. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. nóvember 2020. Sótt 13. febrúar 2021.
 8. Reilly, Jim (13. júlí 2009). „The Sims 3 Dominating PC Software Sales“. IGN. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. febrúar 2015. Sótt 3. desember 2013.
 9. „Maxis Unveils The Sims 4“. Electronic Arts. 6. maí 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2013. Sótt 3. desember 2013.
 10. Leston, Ryan (14. september 2022). „The Sims 4: Base Game Will Soon Become Totally Free“. IGN (enska). Sótt 14. september 2022.
 11. 'The Sims 4' will be free to play starting next month“. Engadget (bandarísk enska). Sótt 15. september 2022.
 12. Marshall, Cass (18. október 2022). „The Sims 5 is in early development, has cool new build mode“. Polygon (bandarísk enska). Sótt 18. október 2022.
 13. Webster, Andrew (18. október 2022). „EA teases the "next generation" of The Sims with Project Rene“. The Verge (bandarísk enska). Sótt 18. október 2022.