Draumur konu fiskimannsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Draumur konu fiskimannsins eftir Hokusai.

Draumur konu fiskimannsins eða Perlukafari og tveir kolkrabbar (蛸と海女, Tako to ama, „kolkrabbarnir og konan sem kafar eftir skeljum“) er erótísk tréútskurðarmynd eftir Katsushika Hokusai, skorin út um 1814. Hann er hugsanlega upphafið að svonefndri fálmaraerótík og forveri hentai-teiknimynda. Á myndinni er kona sýnd samanslungin tveimur kolkröbbum á kynferðislegan máta í fjöruborðinu. Hún virðist kyssa minni kolkrabbann, á meðan stærri kolkrabbinn veitir henni munnmök. Þessi ukiyo-e viðarútskurður er frá Edo-tímabilinu í Japan þegar Shinto trú var að vakna aftur til lífsins. Sálartrúin sem fylgdi fast á hæla hennar, sem og léttvægari skoðanir á kynferðislegum málefnum, varð verkinu burðarliður. Verk þetta er frægt dæmi um svonefnt shunga og hefur verið margstælt af listamönnum.

Lík verk af konum sem stunda kynmök með sjávarverum hafa komið fram frá því á 17. öld í japanskri netsuke-list, og eru oft litlir meitlaðir skúlptúrar sem eru aðeins nokkrir sm. á hæð, en oft æði margbrotnir.

Áhrif[breyta | breyta frumkóða]