Fara í innihald

The Cure

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Cure spilar í Singapúr árið 2007.

The Cure er ensk rokkhljómsveit sem var stofnuð í Crawley, Vestur-Sussex árið 1978. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa breyst nokkrum sinnum, Robert Smith söngvari, gítarspilari og lagasmiður er eini meðlimurinn sem hefur verið í hljómsveitinni síðan hún var stofnuð. The Cure byrjaði að gefa út tónlist seint á áttunda áratugnum, Three Imaginary Boys (1979) var fyrsta hljómplatan gefin út af þeim. Hljómsveitin tók þátt í síð-pönk- og New Wave-byltingunum sem fylgdu pönkbyltingunni. Á níunda áratugnum tók hljómsveitin þátt í gotnesku pönk-byltingunni.

Við útgáfu plötunnar Pornography (1982) varð framtíð hljómsveitarinnar óklár. Robert Smith vildi breyta óorðinu sem hljómsveitin fékk. Við útgáfu smáskifunnar „Let's Go to Bed“ sneri Smith stíl hljómsveitarinnar að popptónlist. Þess vegna varð The Cure vinsælli gegnum áratuginn, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem lögin „Just Like Heaven“, „Lovesong“ og „Friday I'm in Love“ komust á Billboard 100 topplistann. Fyrir tíunda áratuginn var The Cure ein vinsælasta öðruvísi rokkhljómsveit í heimi. Talið er að hljómsveitin hafi selt yfir 27 milljónir hljómplatna frá og með 2004. The Cure hefur gefið út þrettán hljómplötur og yfir þrjátíu smáskífur á ferli sínum.

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Three Imaginary Boys (1979)
  • Seventeen Seconds (1980)
  • Faith (1981)
  • Pornography (1982)
  • The Top (1984)
  • The Head on the Door (1985)
  • Kiss Me, Kiss Me, Kiss Me (1987)
  • Disintegration (1989)
  • Wish (1992)
  • Wild Mood Swings (1996)
  • Bloodflowers (2000)
  • The Cure (2004)
  • 4:13 Dream (2008)
  • Songs of a Lost World (2024)

Núverandi meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Robert Smith – söngur, gítar, bassi og hljómborð (1976–)
  • Roger O'Donnell – hljómborð (1987–1990, 1995–2005, 2011–)
  • Jason Cooper – trommur og ásláttarhljóðfæri (1995–)
  • Reeves Gabrels – gítar og bassi (2012–)

Fyrrum meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Simon Gallup – bassi, gítar og hljómborð (1979–1982, 1985–2021)
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.