Fara í innihald

Fuglarnir (kvikmynd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá The Birds)
The Birds
LeikstjóriAlfred Hitchcock
HandritshöfundurEvan Hunter
FramleiðandiAlfred Hitchcock
Leikarar
TónlistBernard Herrmann
DreifiaðiliUniversal Pictures
FrumsýningFáni Bandaríkjana 28. mars 1963
Lengd119 mín.
Tungumálenska
Ráðstöfunarfé$2.500.000

Fuglarnir (enska: The Birds) er bandarísk kvikmynd í leikstjórn Alfred Hitchcock frá árinu 1963. Myndin er byggð á samnefndri smásögu eftir Daphne Du Maurier. Hitchcock hafði áður gert myndina Rebecca eftir sögu Du Maurier. Við gerð Fuglanna var notast við nýstárlegar aðferðir í tæknibrellum og þótti myndin mikið afrek á sínum tíma.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Melanie Daniels, ung stúlka frá San Francisco, eltir Mitch Brenner, ungan og efnilegan piparsvein til Bodega Bay þar sem hann dvelur hjá fjölskyldu sinni um helgar. Fljótlega eftir komu hennar verður hún fyrir árás fugla og vekur það athygli bæjarbúa. Eftir því sem líður á myndina fjölgar árásunum og bæjarbúar fara að leita skýringa.