Fara í innihald

Alfred Hitchcock

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sir

Alfred Hitchcock

KBE
Alfred Hitchcock um 1960.
Fæddur
Alfred Joseph Hitchcock

13. ágúst 1899(1899-08-13)
Leytonstone í Essex á Englandi
Dáinn29. apríl 1980 (80 ára)
Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum
RíkisfangEnskt
Bandarískt (frá 1955)
Störf
  • Kvikmyndaleikstjóri
  • Handritshöfundur
  • Framleiðandi
  • Klippari
  • Leikari
Tímabil1919-1980
MakiAlma Reville (g. 1926)
Börn1
Undirskrift

Alfred Joseph Hitchcock (fæddur í London 13. ágúst 1899, lést 29. apríl 1980 í Bandaríkjunum) var þekktur kvikmyndaleikstjóri.

Ferill Hitchcocks

[breyta | breyta frumkóða]

Hitchcock fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og þegar hann var 16 ára var hann farinn að lesa sér mikið til um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Árið 1920 fékk Hitchcock vinnu hjá Lasky kvikmyndagerðinni í London sem titlahönnuður og var hann þar í tvö ár. Þá fékk hann tækifæri til að leikstýra myndinni Always tell your wife eftir að leikstjóri myndarinnar varð frá að hverfa vegna veikinda. Hitchcock kláraði myndina og voru yfirmenn hans svo ánægðir að honum var falið að leikstýra myndinni Number 13, einungis 22 ára gömlum. Sú mynd var hinsvegar aldrei kláruð. Fyrstu mynd sína í fullri lengd gerði hann svo árið 1925 og var það myndin The Pleasure Garden. 2. desember 1926 giftist Hitch Ölmu Reville, konunni sem átti eftir að vera hans stoð og stytta gegnum langan feril hans.

Fyrsta mynd Hitchcocks sem náði verulegum vinsældum var myndin The Lodger frá 1927. Hann náði heimsfrægð árið 1935 þegar hann gerði myndina The 39 Steps.

Árið 1939 flutti Alfred Hitchcock með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna þar sem hann var staðráðinn í að hefja alþjóðlegan kvikmyndaferil sinn. Þar átti hann eftir að vera það sem eftir var af ferli sínum, eða allt til dauðadags. Hann fékk sjö ára samning hjá David O. Selznick og fyrsta mynd hans vestanhafs var Rebecca, byggð á skáldsögu Daphne Du Maurier. Í Bandaríkjunum gerði hann allar sínar frægustu myndir og má þar nefna Psycho, Glugginn á bakhliðinni, The Birds og Vertigo. Hann naut einnig mikilla vinsælda fyrir sjónvarpsþættina Alfred Hitchcock presents sem voru framleiddir frá 1955 til 1962.

Síðustu mynd sinni leikstýrði hann árið 1976 en það var myndin Fjölskyldugáta. Hann lést þann 29. apríl 1980, þá áttræður. Hann hafði á ferli sínum leikstýrt yfir 60 kvikmyndum.

Alfred Hitchcock

Kvikmyndaskrá

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Upprunalegur titill Íslenskur titill Titlaður sem
Leikstjóri Framleiðandi Handritshöfundur
1922 Number 13 Nei Nei
1925 The Pleasure Garden Nei Nei
1926 The Mountain Eagle Nei Nei
1927 The Lodger: A Story of the London Fog Nei Nei
The Ring Nei
Downhill Nei Nei
1928 The Farmer's Wife Nei Nei
Easy Virtue Nei Nei
Champagne Nei
1929 The Manxman Nei Nei
Blackmail Fjárkúgun Nei
1930 An Elastic Affair Nei Nei
Nei and the Paycock Nei
Murder! Nei
1931 The Skin Game Nei
Mary Nei Nei
Rich and Strange Nei
1932 Number Seventeen Nei
1934 Waltzes from Vienna Nei Nei
The Man Who Knew Too Much Maðurinn sem vissi of mikið Nei Nei
1935 The 39 Steps Nei Nei
1936 Secret Agent Njósnarinn Nei Nei
Sabotage Spellvirki eða Skemmdarverk Nei Nei
1937 Young and Innocent Ung og saklaus Nei Nei
1938 The Lady Vanishes Konan sem hvarf Nei Nei
1939 Jamaica Inn Nei Nei
1940 Rebecca Nei Nei
Foreign Correspondent Utanríkisfréttaritarinn Nei Nei
1941 Mr. & Mrs. Smith Nei Nei
Suspicion Illur grunur Nei Nei
1942 Saboteur Skemmdarverk Nei Nei
1943 Shadow of a Doubt Skuggar fortíðarinnar Nei Nei
1944 Lifeboat Björgunarbáturinn Nei Nei
The Fighting Generation Nei Nei
1945 Spellbound Í álögum Nei Nei
1946 Notorious Nei
1947 The Paradine Case Paradine-málið Nei Nei
1948 Rope Reipið Nei
1949 Under Capricorn Nei
1950 Stage Fright Konan að tjaldabaki Nei
1951 Strangers on a Train Hættuleg kynni Nei
1953 I Confess Skriftafaðirinn Nei
1954 Dial M for Murder Lykill að leyndarmáli Nei
Rear Window Glugginn á bakhliðinni Nei
1955 To Catch a Thief Grípið þjófinn Nei
The Trouble with Harry Nei
1956 The Man Who Knew Too Much Maðurinn sem vissi of mikið Nei
The Wrong Man Ákærður saklaus Nei
1958 Vertigo Svimaköst eða Lofthræðsla Nei
1959 North by Northwest Á flótta eða Þriðji maðurinn ósýnilegi eða Norðnorðvestur Nei
1960 Psycho Geggjun Nei
1963 The Birds Fuglarnir Nei
1964 Marnie Nei
1966 Torn Curtain Járntjaldið rofið Nei
1969 Topaz Tópas Nei
1972 Frenzy Morðæði Nei
1976 Family Plot Fjölslyldugáta Nei
1993 Bon Voyage Nei Nei
1993 Aventure Malgache Nei Nei