Taxodium mucronatum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Taxodium mucronatum

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Taxodium
Tegund:
D. mucronatum

Tvínefni
Taxodium mucronatum
Ten.
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Samheiti

Taxodium distichum var. mucronatum (Ten.) A.Henry
Taxodium mexicanum Carrière
Taxodium distichum var. mexicanum (Carrière) Gordon
Cuprespinnata mexicana (Carrière) J.Nelson

Taxodium mucronatum[2] er tegund af barrtré sem er ættuð frá Mexíkó og Gvatemala.[3]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er stórt sígrænt eða hálfsígrænt tré, að 40 m hátt með 1 til 3 m stofnþvermál (einstaka sinnum mun meira; sjá fyrir neðan). Barrnálarnar eru í skrúfgang eftir greininni, undnar í grunninn svo að þær eru í flötum röðum sitt hvorum megin á sprotanum, 1 - 2 sm langar og 1 - 2 mm breiðar. Könglarnir eru egglaga, 1,5 - 2,5 sm langir og 1 - 2 sm breiðir. Ólíkt hinum tegundunum tvemur (Taxodium distichum og Taxodium ascendens) myndar hún sjaldan sýprushné á rótunum.[4] Tré frá hálendi verða sérstaklega gild.

Eitt tré: Árbol del Tule í Santa María del Tule, Oaxaca, Mexíkó, gildasta tré í heimi með 11,42 m í þvermál. Nokkur önnur með 3 til 6m í þvermál eru þekkt. Næstgildasta tréð er the Big Baobab, af tegundinni Adansonia digitata.


"El Árbol del Tule", in Santa María del Tule, Oaxaca, Mexico

Blendingar[breyta | breyta frumkóða]

 • Taxodium × ‘LaNana’ (T. distichum × T. mucronatum)[5]
 • Taxodium 'Zhongshansa' (T. distichum × T. mucronatum)[6]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Farjon (2003). „Taxodium mucronatum“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2003. Sótt 12. maí 2006. Database entry includes justification for why this species is of least concern
 2. "Taxodium mucronatum". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
 3. Veblen, Thomas T. (1977). „Guatemalan Conifers“. Unasylva. Food and Agriculture Organization. 29 (118). Sótt 14. október 2009.
 4. "Taxodium mucronatum". The Gymnosperm Database.
 5. Creech, David. „Taxodium X 406“ (PDF). SFA Gardens. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 11. desember 2017. Sótt 10. desember 2017.
 6. Taxodium 'Zhongshansa' NANJING BEAUTY“. Plant Finder. Missouri Botanical Garden. Sótt 10. desember 2017.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Eguiluz T. 1982. Clima y Distribución del género pinus en México. Distrito Federal. Mexico.
 • Rzedowski J. 1983. Vegetación de México. Distrito Federal, Mexico.
 • Martínez, Maximinio. 1978. Catálogo de nombres vulgares y científicos de plantas mexicanas.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

 • Taxodium mucronatum (PDF). Digital Representations of Tree Species Range Maps from "Atlas of United States Trees" by Elbert L. Little, Jr. (and other publications). United States Geological Survey.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.