Tjarnasýprus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Taxodium ascendens)
Tjarnasýprus
Barr
Barr
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Taxodium
Tegund:
D. distichum

Tvínefni
Taxodium distichum
Brongn.

Taxodium ascendens[1], sem kalla má tjarnasýprus, er lauffellandi barrtré frá Norður-Ameríku. Margir grasafræðingar telja hann afbrigði af fenjasýprus (Taxodium distichum), sem T. distichum var. imbricatum, fremur en sjálfstæða tegund, en búsvæði þeirra er annað, en hann kemur fyrir í hægum mýraám, tjörnum og mýrum án mikils árframburðar.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Taxodium ascendens verður að jafnaði um 15 - 18 m hátt. Miðað við T. distichum, er barrið styttra (3-10mm langt), grennra og er á sprotum sem eru uppréttir fremur en láréttir. Bolurinn er útvíður neðst, jafnvel á ungum trjám, sem hjálpar trénu með festu í mjúkum leðjukenndum jarðveginum. Könglarnir eru einnig minni, ekki yfir 2,5 smí þvermál. Börkurinn er einnig með ljósari gráan lit. Svipað fenjasýprus, þá er tjarnasýprus líka með útvöxt sem kallaður er sýprushné. Hámarksaldur þessarar tegundar er talinn vera um 1000 ár. Þetta gæti verið vanmat þar sem tré sem stóð í Longwood, „Florida's Big Tree Park“, var talið vera meira en 3,400 ára gamalt.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin vex í suðaustur Bandaríkjunum, frá suðaustur Virginia til suðaustur Louisiana og suður í Flórída fyrir utan Florida Keys.

Búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

T. ascendens í mýraá, Okefenokee Swamp, Georgía Bandaríkjunum

Taxodium ascendens vex í grunnum tjörnum, við jaðar vatna, mýrum og votlendi. Hann kýs helst blautan og súran jarðveg með lélegu frárennsli, upp í 30m yfir sjávarmáli.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. "Taxodium ascendens". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.