Tartu
Tartu er önnur stærsta borg Eistlands með um 91 þúsund íbúa (2021). Hún stendur á bökkum árinnar Emajõgi 186 km suðaustan við höfuðborgina Tallinn. Í Tartu er elsti háskóli Eistlands, Tartu-háskóli, stofnaður 1632 af sænska konunginum Gústafi 2. Adolf.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Tartu.